miđvikudagurinn 28. október 2020

Ný heimasíđa Hólabćjar

Ný heimasíða Hólabæjar er komin í loftið. Hér er hlekkur á heimasíðuna. 

mánudagurinn 21. september 2020

Skólinn opnar á morgun 22.9.2020

Kæru foreldrar, forráðamenn og starfsmenn


Almannavarnir hafa gefið grænt ljós á að við opnum skólann aftur á morgun samkvæmt stundaskrá.

Við minnum á að passa upp á persónulegar smitvarnir. Sápa, spritt og 2ja metra reglan er það sem virkar best gegn þessum vágesti.

 

Með bestu kveðju

Anna Björg

Skólastjóri

sunnudagurinn 20. september 2020

Lokađur skóli á morgun 21. 9. 2020

Kæru foreldrar, forráðamenn og starfsmennKomið hefur í ljós að utanaðkomandi einstaklingar sem er með Covid og er í einangrun í hreppnum hafa haft samskipti (mjög lítil) við aðra og því hef ég ákveðið í samráði við Ingu Birnu, sveitarstjóra, að hafa skólann lokaðan á morgun á meðan við finnum betur út úr þessu. Ég ætla að biðja ykkur að vera sem mest heima við bara til að vera örugg. Ég sendi póst um leið og ég veit meira.

Með bestu kveðju

Anna Björg

föstudagurinn 21. ágúst 2020

Skólasetning 24. ágúst

Reykhólaskóli verður settur mánudaginn 24. ágúst klukkan 8:30. Vegna sóttvarnatilmæla væri gott ef foreldrar og aðrir fullorðnir sem ekki starfa í skólanum kæmu ekki inn í skólann nema að þeir séu sérstaklega boðaðir og þá verðum við að muna bæði tveggja metra regluna og sprittið 🙂 en ég vil benda á að búið er að fjarlægja vatnstankinn sem við vorum með í matsalnum og öll glösin en gott væri að vera með vatnsbrúsa í staðinn. Ef það eru einhverjar breytingar á mötuneytisáskrift þá þarf að senda á mig (skolastjori@reykholar.is) sem fyrst. Það þarf einnig að endurnýja umsóknir í Tónlistarskólann.
Ef það er eitthvað sem ég get aðstoðað ykkur með þá annað hvort sendið þið mér póst eða hringið 🙂 bestu kveðjur
Anna Björg

Á döfinni

« Desember »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón