föstudagurinn 4. október 2019

Samskiptavika

Kæru foreldrar og forráðamenn

 

Við minnum á samskiptaviku heimilis og skóla hjá okkur í næstu viku. Foreldraviðtölin verða í samskiptavikunni. Hlökkum til að sjá ykkur.

mánudagurinn 30. september 2019

Haustferđ á morgun, ţriđjudaginn 1. október

Kæru foreldrar og forráðamenn

Við ákváðum að nýta þetta fallega veður og fara í haustferðina okkar á morgun. Þið afsakið hve fyrirvarinn er stuttur en stundum gerast hlutirnir hratt hjá okkur. Við ætlum að fara að Bjartmarssteini og leika okkur. Boðið verður upp á pylsur í hádegismat ásamt drykk en gott væri ef þau kæmu með vatn og eitthvað til að bíta í í morgunnesti (gos, sælgæti og snakk er ekki leyft). Mjög mikilvægt að nemendur komi klædd eftir veðri og í góðum skóm og með bakpoka og sundföt.


Með bestu kveðju
Anna Björg

ţriđjudagurinn 10. september 2019

Nám og gleđi

Minnum á Nám og gleði á morgun miðvikudag, klukkan 17-19 og að því loknu er aðalfundur Foreldrafélagsins. Við hittumst í matsalnum og byrjum á því sameiginlega, síðan fara foreldrar til umsjónarkennara og að því loknu verður hægt að hitta aðra kennara eða bregða sér á Hlunnó til að skoða félagsmiðstöðina áður en að aðalfundurinn hefst klukkan 19. Hlökkum til að sjá ykkur :)

föstudagurinn 6. september 2019

Lesfimi - Menntamálastofnun

Á næstu tveim vikum er stefnt að því að prófa alla nemendur skólans í lesfimi. Reykhólaskóli mun leggja mikla áherslu á lestur og lesskilning, bæði í skólanum og heimalestur. Við viljum biðja ykkur kæru foreldrar og forráðamenn að hjálpa okkur með því að sinna heimalestri vel. Við miðum við að nemendur lesi að lágmarki 15 mínútur upphátt 5x í viku og einnig í fríum. Þannig ná þau að bæta sig mikið. Það hefur sýnt sig að þeir nemendur sem lesa ekkert eða lítið í sumarfríinu eyða allri haustönninni í að ná sama árangri og þau voru komin með í maí. Lestrarprófið sem við erum að fara í núna er hraðlestrarpróf en við munum að sjálfsögðu æfa þau í framsögn og eðlilegum leshraða enda er það mun eðlilegri lestur en hraðlestur er mælitæki sem Menntamálastofnun styðst við á landsvísu og gott er að nemendur séu ekki að "keppa" endilega við aðra um fjölda orða á mínútu en hugsi um að bæta sig frá síðasta prófi. Það er prófað í september, janúar og maí. 

 

Með bestu kveðju og góða helgi

Anna Björg

Á döfinni

« Febrúar »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón