fimmtudagurinn 12. mars 2020

Stóra upplestrarkeppnin frestast!!

Stóra upplestrarkeppnin sem átti að vera á Hólmavík klukkan 17 í dg frestast til 24. mars af óviðráðanlegum orsökum.

miđvikudagurinn 11. mars 2020

Danskennsla verđur 16.3-19.3

Jón Pétur, danskennari kemur í næstu viku og kennir dans. Uppsetningin er hefðbundin og verður danssýning í lokin, fimmtudaginn 19.3 klukkan 13 í íþróttasalnum. 4 ára og 5 ára leikskólabörnum býðst að vera með og kostar það 4500kr. Endilega að senda á mig póst ef þið hafið áhuga (skolastjori@reykholar.is).

 

Með bestu kveðju

Anna Björg

fimmtudagurinn 13. febrúar 2020

Starfsdagur flyst til

Starfsdagur sem átti að vera þriðjudaginn 14. apríl 2020 flyst til mánudagsins 20. april vegna Danmerkurferðar unglingadeildar. Það verður sem sagt skóli þann 14. apríl og starfsdagur þann 20. april. 2020

Með bestu kveðju

Anna Björg

 

Kæru foreldrar og forráðamenn

 

Nú er að hefjast ný önn í Tónlistarskóla Reykhólahrepps

 

 

Reykhólaskóli býður upp á forskóla með blokkflautu fyrir 1-5 bekk.

Ef nemendur á þessum aldri hafa lokið forskóla þá geta þeir sótt um að læra á önnur hljóðfæri.

 

Eldri nemendur geta stokkið yfir blokkflautu og lært á önnur hljóðfæri en tónfræði þurfa allir að taka.

 

Fyrirkomulag kennslu verður á þá leið að kennt verður á skólatíma. Nemendur fara úr tímum 2x í viku í æfingakennslu og tónfræði, en séð verður til þess að hefðbundið nám raskist ekki mikið.

Umsóknum skal skilað til skólastjóra á póstfangið skolastjori@reykholar.is.


Í umsókn þarf að koma fram nafn nemanda, hljóðfæri sem nemandi vill læra á og hvort nemandinn fari í forskóla. 

Skólagjald á nemanda: per.önn (haust/vor) Kr. 29.300.- 

Systkinaafsláttur :
25% fyrir annað barn
50% fyrir þriðja barn
75% fyrir fjórða barn.  

 

 

Frestur til að skila inn umsókn er til 27. janúar næstkomandi.
Tónlistarstarfið hefst samkvæmt stundaskrá 29. janúar.

Þeir sem voru í tónlistarskólanum á haustönn og ætla að halda áfram óbreytt á vorönn þurfa ekki að láta vita.

 

 

Með kveðju

Ingimar Ingimarsson, tónlistarkennari

Anna Björg Ingadóttir

Skólastjóri Reykhólaskóla

 

 

Á döfinni

« Apríl »
S M Ţ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón