mánudagurinn 13. janúar 2020

Appelsínugul viđvörun

Kæru foreldrar og forráðamenn
Þar sem það er komin appelsínugul viðvörun og veðrið fer versnandi þá ætlum við að aflýsa öllu skólahaldi (Leik-, grunn- og tónlistarskóla) klukkan 12:30 í dag. Miðað við spár þá er útlit fyrir að það verði appelsínugul viðvörun á morgun líka og ef svo verður þá er öllu skólahaldi einnig aflýst þá. Ég verð því að biðja ykkur að fylgjast vel með á vedur.is. ásamt tilkynningasíðu Reykhólaskóla á Facebook.

Með bestu kveðju
Anna Björg Ingadóttir

föstudagurinn 10. janúar 2020

Óveđur og lokun skóla!

Endurskoðað janúar 2020

Ef appelsínugul eða rauð viðvörun er í gildi þá er öllu skólahaldi aflýst (grunn-, leik- og tónlistarskóli).

Ef gul viðvörun er í gangi þá meta foreldrar hvort þeir senda börn sín í skólann og skólabílstjórar meta hvort þeir keyri.


Ef skólastarf er fellt niður er slíkt auglýst á fésbókarsíðu skólans og með sms. 

Þegar veðrið inn í sveit og í Gufudalssveit er það slæmt að börnin komast ekki í skólann, meta skólabílstjórar aðstæður og láta vita á bæina ef þeir koma ekki. Foreldrar meta einnig aðstæður og ákveða hvort þeir telja óhætt að senda börnin í skólann. Best er að láta skólabílstjóra vita beint.

Ef ekki er hægt að koma börnum úr dreifbýli heim að skóladegi loknum fara nemendur á  „fósturheimili“ á Reykhólum sem foreldrar eru búnir að undirbúa fyrirfram.

Ef skóli fellur niður um lengri tíma vegna veðurs eru kennarar tilbúnir með verkefni eða námsáætlun, þannig að nemendur sem eru heima dragist ekki aftur úr þeim sem eru í skólanum. Þessi verkefni geta verið með ýmsum hætti. Foreldrar/nemendur geta verið í tölvu eða símasamskipum við kennara varðandi námið.

Jólatónleikar tónlistarskólans verða í kirkjunni klukkan 16 í dag, miðvikudaginn 18. desember. Nemendur í 1.-4. bekk syngja nokkur jólalög og nemendur tónlistarskólans flytja fyrir okkur nokkur lög.
Á morgun eru Litlu-jólin og þá er mæting klukkan 9:00 og börnin fara heim eftir hádegisverð.

mánudagurinn 16. desember 2019

Leikskólakennari óskast sem fyrst

Leikskólakennari óskast til starfa í Hólabæ, leikskóladeild Reykhólaskóla

 

Um er að ræða stöðu leikskólakennara í 100% starfshlutfalli, frá og með 3. janúar 2020

 

Menntunar og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennararéttindi
  • Góð íslenskukunnátta
  • Áhugi, reynsla og hæfni í starfi með börnum
  • Góðir samskiptahæfileikar
  • Jákvæðni, frumkvæði og góður samstarfsvilji
  • Góð færni í mannlegum samskiptum
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð

Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og/eða reynslu kemur til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður.

Laun samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og starfið hentar jafnt konum sem körlum.

Umsóknarfrestur er31. desember 2020 og umsókn ásamt ferilskrá má skila á netfangið skolastjori@reykholar.is og leikskoli@reykholaskoli.is

Nánari upplýsingar veita:

Anna Björg Ingadóttir, skólastjóri, s. 867-1704 og Birgitta Jónasdóttir, aðstoðarleikskólastjóri, s. 663-5664

Á döfinni

« Janúar »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón