fimmtudagurinn 13. febrúar 2020

Starfsdagur flyst til

Starfsdagur sem átti að vera þriðjudaginn 14. apríl 2020 flyst til mánudagsins 20. april vegna Danmerkurferðar unglingadeildar. Það verður sem sagt skóli þann 14. apríl og starfsdagur þann 20. april. 2020

Með bestu kveðju

Anna Björg

 

Kæru foreldrar og forráðamenn

 

Nú er að hefjast ný önn í Tónlistarskóla Reykhólahrepps

 

 

Reykhólaskóli býður upp á forskóla með blokkflautu fyrir 1-5 bekk.

Ef nemendur á þessum aldri hafa lokið forskóla þá geta þeir sótt um að læra á önnur hljóðfæri.

 

Eldri nemendur geta stokkið yfir blokkflautu og lært á önnur hljóðfæri en tónfræði þurfa allir að taka.

 

Fyrirkomulag kennslu verður á þá leið að kennt verður á skólatíma. Nemendur fara úr tímum 2x í viku í æfingakennslu og tónfræði, en séð verður til þess að hefðbundið nám raskist ekki mikið.

Umsóknum skal skilað til skólastjóra á póstfangið skolastjori@reykholar.is.


Í umsókn þarf að koma fram nafn nemanda, hljóðfæri sem nemandi vill læra á og hvort nemandinn fari í forskóla. 

Skólagjald á nemanda: per.önn (haust/vor) Kr. 29.300.- 

Systkinaafsláttur :
25% fyrir annað barn
50% fyrir þriðja barn
75% fyrir fjórða barn.  

 

 

Frestur til að skila inn umsókn er til 27. janúar næstkomandi.
Tónlistarstarfið hefst samkvæmt stundaskrá 29. janúar.

Þeir sem voru í tónlistarskólanum á haustönn og ætla að halda áfram óbreytt á vorönn þurfa ekki að láta vita.

 

 

Með kveðju

Ingimar Ingimarsson, tónlistarkennari

Anna Björg Ingadóttir

Skólastjóri Reykhólaskóla

 

 

mánudagurinn 13. janúar 2020

Appelsínugul viđvörun

Kæru foreldrar og forráðamenn
Þar sem það er komin appelsínugul viðvörun og veðrið fer versnandi þá ætlum við að aflýsa öllu skólahaldi (Leik-, grunn- og tónlistarskóla) klukkan 12:30 í dag. Miðað við spár þá er útlit fyrir að það verði appelsínugul viðvörun á morgun líka og ef svo verður þá er öllu skólahaldi einnig aflýst þá. Ég verð því að biðja ykkur að fylgjast vel með á vedur.is. ásamt tilkynningasíðu Reykhólaskóla á Facebook.

Með bestu kveðju
Anna Björg Ingadóttir

föstudagurinn 10. janúar 2020

Óveđur og lokun skóla!

Endurskoðað janúar 2020

Ef appelsínugul eða rauð viðvörun er í gildi þá er öllu skólahaldi aflýst (grunn-, leik- og tónlistarskóli).

Ef gul viðvörun er í gangi þá meta foreldrar hvort þeir senda börn sín í skólann og skólabílstjórar meta hvort þeir keyri.


Ef skólastarf er fellt niður er slíkt auglýst á fésbókarsíðu skólans og með sms. 

Þegar veðrið inn í sveit og í Gufudalssveit er það slæmt að börnin komast ekki í skólann, meta skólabílstjórar aðstæður og láta vita á bæina ef þeir koma ekki. Foreldrar meta einnig aðstæður og ákveða hvort þeir telja óhætt að senda börnin í skólann. Best er að láta skólabílstjóra vita beint.

Ef ekki er hægt að koma börnum úr dreifbýli heim að skóladegi loknum fara nemendur á  „fósturheimili“ á Reykhólum sem foreldrar eru búnir að undirbúa fyrirfram.

Ef skóli fellur niður um lengri tíma vegna veðurs eru kennarar tilbúnir með verkefni eða námsáætlun, þannig að nemendur sem eru heima dragist ekki aftur úr þeim sem eru í skólanum. Þessi verkefni geta verið með ýmsum hætti. Foreldrar/nemendur geta verið í tölvu eða símasamskipum við kennara varðandi námið.

Á döfinni

« Mars »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón