Foreldrakaffi leikskóladeildar á fimmtudaginn
Á fimmtudaginn munu nemendur leikskóladeildar bjóða foreldrum og forráðamönnum sínum í notalega heimsókn til sín á leikskólann kl 14:00.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Á fimmtudaginn munu nemendur leikskóladeildar bjóða foreldrum og forráðamönnum sínum í notalega heimsókn til sín á leikskólann kl 14:00.
Hlökkum til að sjá sem flesta
Nemendur leikskóladeildar hafa verið að baka piparkökur þessa vikuna og undirbúa foreldrakaffið sem verður næstkomandi miðvikudag kl. 14:00. Þá ætla nemendur leikskóladeildar að bjóða foreldrum sínum í jólakaffi og sýna þeim það sem þau hafa verið að bardúsa uppá síðkastið.
Hér fylgja myndir af bakstrinum ásamt fleiri nýjum myndum.
Næstkomandi föstudag verður hin árlega fullveldishátíð skólans.
Hátíðin hefst kl. 19:30 og lýkur kl. 23:00 (nemendur mæti kl. 19:00)
Aðgangseyrir er:
1.000 kr fyrir 16. ára og eldri
500 kr fyrir grunnskólanemendur
frítt inn fyrir börn á leikskólaaldri.
Veitingar innifaldar í verði. Foreldrafélagið sér um veitningar.
Börnin mega endilega koma með búningana sína á fimmtudag og föstudag í skólann.
Þátttakendur í sýningunni eru Arnarhópur leikskóladeildarinnar og 1. - 10. bekkur.
Þema sýningarinnar eru íslenskar þjóðsögur og verður sýningin hin allra glæsilegasta og hvetjum við alla sveitunga til að mæta.
Í dag fara langflestir nemendur skólans á leikrit á Hólmavík á vegum foreldrafélaganna. Börnin koma aftur á Reykhóla í hádegisverð og klára skóladaginn