föstudagurinn 9. nóvember 2012

Vel heppnuđ brunaćfing

Í gær var hin árlega brunaæfing í skólanum. Æfingin heppnaðist vel enda flest börnin orðin mjög vön svona raunverulegum brunaæfingum. Kennsluálman fylltist af reyk svo brunabjallan fór í gang, nemendur skriðu út og þau sem voru í kennslu á annari hæð skólans fóru út á svalir þar sem slökkvuliðsmennirnir "björguðu" þeim niður. Tvö börn voru svo falin í skólanum og þurftu slökkvuliðsmennirnir að finna þau í reyknum. Þetta var allt saman á áætlun og gekk sem skildi. Leikskólabörnin voru fljót að klæða sig í útiföt og fóru út í dótaskúr og svo þaðan upp í kirkju þar sem allir nemendur og starfsfólk skólans var saman komið. Leikskólabörnin fengu svo far með brunabílnum aftur í leikskólann og börnin í grunnskólanum fengu að sprauta úr brunaslöngunni. 

 

Meðfylgjandi eru skemmtilegar myndir af deginum.

miđvikudagurinn 7. nóvember 2012

BRUNAĆFING

Á morgun fimmtudaginn 8 nóvember verður brunaæfing í skólanum. Við mælum með því að foreldrar ræði við börn sín heima og útskýri fyrir þeim að þetta sé aðeins æfing þótt aðstæður séu mjög raunverulegar.

ţriđjudagurinn 6. nóvember 2012

Skóladagatal

Hér á forsíðunni er að finna hnapp sem nefnist skóladagatal, þar er að finna skóladagatal haustannar. Þar eru skráðir allir helstu viðburðir fyrir þá sem vilja fylgjast vel með. 

 

ţriđjudagurinn 30. október 2012

Bangsadagur á morgun

Miðvikudaginn 31. okt er bangsadagur og nemendur geta komið með bangsa með sér í skólann

Á döfinni

« September »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón