föstudagurinn 14. desember 2012

Litlu jólin

Mikið annríki einkennir skólastarfið þessa daganna. Nemendur hafa til að mynda skreytt skólann í anda jólanna, slakað á og farið í jóga og auðvitað föndrað ýmislegt jólalegt svo eitthvað sé nefnt.

Á fimmtudaginn verða litlu jólin haldinn hátíðleg líkt og verið hefur síðustu ár og mun leikskóladeildin einnig taka þátt í jólagleðinni. Gleðin tekur svo enda að loknu borðhaldi og halda nemendur í jólafrí kl 12:00 á hádegi fimmtudags. 

ţriđjudagurinn 11. desember 2012

Leiđrétting

Foreldrakaffi leikskólans er á morgun miðvikudaginn 12. des eins og fyrirhugað var. kl 14:00

mánudagurinn 10. desember 2012

Foreldrakaffi leikskóladeildar á fimmtudaginn

Á fimmtudaginn munu nemendur leikskóladeildar bjóða foreldrum og forráðamönnum sínum í notalega heimsókn til sín á leikskólann kl 14:00.  

Hlökkum til að sjá sem flesta

föstudagurinn 7. desember 2012

Piparbökubakstur leikskóladeildar

Nemendur leikskóladeildar hafa verið að baka piparkökur þessa vikuna og undirbúa foreldrakaffið sem verður næstkomandi miðvikudag kl. 14:00. Þá ætla nemendur leikskóladeildar að bjóða foreldrum sínum í jólakaffi og sýna þeim það sem þau hafa verið að bardúsa uppá síðkastið. 

 

Hér fylgja myndir af bakstrinum ásamt fleiri nýjum myndum. 

Á döfinni

« Mars »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      
Nćstu atburđir
Skođa alla atburđi
Vefumsjón