Innra mat

“Með innra mati er skólum gert kleift að byggja ákvarðanir um starfið á meðvituðu, formlegu mati þar sem skólasamfélagið skoðar hvernig skólinn stendur sig, hvað vel er gert og hvað þarf að bæta, með hagsmuni nemenda að leiðarljósi. Innra mat snýst með öðrum orðum um að skólasamfélagið læri saman, hampi því sem vel er gert og vinni saman að umbótum. Mat er óaðskiljanlegur hluti af skólastarfi. Kennarar og aðrir starfsmenn skóla taka ótal ákvarðanir á hverjum degi sem byggja á mati, í starfi sem er síbreytilegt og krefjandi. Mat af þessu tagi er oft óformlegt og ferlið og niðurstöður ekki skráðar. John MacBeath (2012) lýsir þessu vel þegar hann segir að þetta sé einmitt það sem kennarar geri, þeir stundi sjálfsmat og spyrji sig spurninga eins og hvað þarf ég að gera öðruvísi? - og hvert er næsta skref? Kennarar eigi oft í erfiðleikum með að útskýra það sem þeir geri og af hverju, en viti samt að þeir geti bætt sig og hafi faglega þörf til þess að gera sífellt betur. Samræða kennara um það sem þeir geri efli vitund þeirra um starfið og leggi þannig grunn að kerfisbundnu innra mati og umbótum. Með innra mati er þetta sjálfsmat gert meðvitað og formlegt, meðal annars með markvissum samræðum, skráningu og greiningu” (LEIÐBEININGAR UM INNRA MAT GRUNNSKÓLA; UNNIÐ FYRIR MENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ 2016 SIGRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR).

 

Ytra mat 2018 

Menntamálastofnun gerði ytra mats úttekt á skólastarfiu haustið 2018. Hér er að finna umbótaáætlun sem unnið verður eftir næstu tvö árin til að tryggja umbætur í kjölfar ytra mats. 

 

Innra mat í Reykhólaskóla

 

Vorið 2017 hófst markviss endurskoðun á skólanámskrá leik- og grunnskóla Reykhólahrepps. Í þeirri vinnu verður farið lið fyrir lið í gegnum alla lögbunda þætti skólastarfsins. Strax vorið 2018 var hafist handa við að skipuleggja ítarlega hvernig sjálfsmatið færi fram og til þess skipaður stýrihópur. Störf stýrihópsins voru skilgreind til þriggja ára en það er sá tími sem er áætlaður til þess að meta alla þætti skólastarfsins.

 

Þetta ferli mun gerast samhliða gerð skólanámskrár sem er stefnumótandi og þar eru sett viðmið um gæði í skólastarfinu. Þessi viðmið eru síðan metin með markvissum hætti samkvæmt sjálfsmatsáætlun.

Sjálfsmatsáætlun:

Nám og kennsla tekin fyrir haustið 2018.

Skóli án aðgreiningar tekinn fyrir á vordögum 2019.

Stjórnun. Tekið fyrir haustið 2019.

Mannauður tekinn fyrir á vorið 2020.

Þátttaka og ábyrgð tekin fyrir haustið 2020.

Skólabragur tekin fyrir á vorið  2021.


Innra mats teymi

Búið er að skipa teymi sem mun fylgja eftir nýrri sjálfsmatsáætlun. Ákveðið hefur verið að það fyrirkomulag sem viðhaft hefur verið, þ.e. að leggja fyrir skólapúlsinn sé of viðamikið og skólinn of lítill til þess að geta nýtt sér þann kost að bera sig saman við landið í heild sinni. Það var því ákveðið að brjóta innra matið niður í þá þætti sem birtast í sjálfsmatsáætlun og að skólinn myndi birta sín eigin viðmið og meta síðan hvern þátt fyrir sig.

 

Sjálfsmatsteymi Reykhólaskóla:

Í starfsáætlun hvers árs kemur fram hverjir eru í matsteyminu.

 

Teymið leggur áætlanir fyrir skólaráð.


Skólapúlsinn vor 2018 - úrbótaáætlun og skýrsla um innra mat

 

Í apríl 2018 þegar niðurstöður úr Skólapúlsinum (foreldrakönnun og starfsmannakönnun) voru nýttar í úrbótaáætlun var tækifærið nýtt og sett töluvert mikið af viðmiðum er vörðuðu þá þætti sem tengdust viðkomandi foreldrakönnun og starfsmannakönnun sem fram fóru í apríl í vor.

 

Úrbótaáætlun í kjölfar foreldrakönnunar og starfsmannakönnunar er að finna á vefsíðu skólans. 

Skýrslu um innra mat Reykhólaskóla á skólaárinu 2017 til 2018 er einnig að finna á heimasíðu skólans.

 


┴ d÷finni

« Jan˙ar »
S M Ů M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            
NŠstu atbur­ir
Sko­a alla atbur­i
Vefumsjˇn