Rýmingaráætlun Reykhólaskóla
Endurskoðaða 2018 - endurskoða næst 2022. Kennslustofur efri hæð – fer út af svölum á efri heimavist. Neðri vist og matsalur – Aðalútgangur. Íþróttasalur, heimilisfræðieldhús og millibygging – neyðarútgangar í sal og útgangur. Búningsherbergi í kjallara, neyðarútgangar í sal og útgangur eða aðalútgangur Kennsluálma(kennarastofa, tölvustofa, bókasafn, kennslustofur, verkgreinastofur - neyðarútgangur í vesturhluta byggingar. Leikskóli efri hæð – aðalútgangur. Leikskóli neðri hæð – útgangur á neðri hæð. Stjórnendur fara að stjórntöflu brunaviðvörunarkerfis og athugar hvaðan boðið kemur. Skólastjóri hefur samband við slökkviliðið í síma 112 ef eldur hefur komið upp. Starfsfólk rýmir skólann og fer á söfnunarsvæði. Nemendur grunnskóladeildar fara á fótboltavöll skólans þar til að skólastjóri er búið er að kanna hvort allir hafi komist út og þaðan í Reykhólakirkju. Nemendur leikskóladeildar fara í suðurhorn leikvallarins þar til að skólastjóri/deildarstjóri er búin að kanna hvort að allir hafi komist þaðan út. Nemendur fara svo í Reykhólakirkju. Skólastjóri fylgir því eftir hvort að allir nemendur séu komnir út og lætur forsvarsmann slökkviliðsins vita hvort allir hafi skilað sér í byggingunni. Rýmingaráætlun Reykhólaskóla - kennarar/hópstjórar leikskóla Kennarar undirbúa nemendur fyrir rýmingu kennslustofu. Nemendur fara í röð við útgang. Kennari athugar hvort að leið sé greiðfær og tekur með sér nafnalista og skóhlífar Nemendur ganga/skríða í röð á eftir kennarar sínum. (ekki hlaupa) Sá sem fer síðastur út úr stofunni, sér um að loka hurðinni á eftir sér. Kennari fer með nemendur á fyrirfram ákveðin stað og lætur skólastjóra vita hvort að allir sem eru í hans ábyrð séu komnir út. Söfnunarstaður fyrir Reykhólaskóla er Reykhólakirkja. Rýmingaráætlun Reykhólaskóla - skólaliðar, stuðningsfulltrúar Skólaliði velur flóttaleið miðað við staðsetningu í byggingunni. Skólaliðar kanna áður en þeir fari út hvort að einhver nemandi sé á vegi hans og aðstoðar við að fara út og sér til þess að hann komist í viðeigangi bekkjarhóp. Stuðningsfulltrúar fylgja sínum hóp út. Þegar út er komið þá fara skólaliðar og stuðningsfulltrúar sem ekki eru með ákveðna nemendur í leikskólagarðinn og aðstoðar við að koma nemendum leikskólans í Reykhólakirkju.Rýmingaráætlun Reykhólaskóla
Neyðarútgangar
Rýmingaráætlun Reykhólaskóla - Skólastjóri, staðgengill og deildarstjóri leikskóla