15. desember 2022

Litlu jólin 2022

Litlu jólin í Reykhólaskóla 2022

Næstkomandi þriðjudag, 20. desember verða litlu jólin haldin hátíðleg í Reykhólaskóla.

Nemendur mæta prúðbúin kl. 9:00 og fara nemendur síðan í sína stofu og hitta umsjónarkennara. Gott er að nemendur séu búnir að borða morgunmat heima áður en þeir mæta.

Jólaball verður haldið fyrir bæði leik- og grunnskóladeild kl. 9:10. 

Eftir jólaballið eru stofujól, nemendur koma með pakka og smákökur að heiman. Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar um það. 

Klukkan 11:30 borðum við hátíðarmat í matsal skólans. Eftir matinn fara nemendur heim í jólafrí. Skólabílar fara heim kl. 12:00.

 

Ég vill fyrir hönd starfsmanna þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og ég óska öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.

Með jólakveðju Anna Margrét Tómasdóttir

 

Skóli hefst að nýju 3. janúar 2023 kl. 10:00

Búið er að setja á vefinn Starfsáætlun 2022-2023 og uppfært skóladagatal. Nokkrar dagsetningar hafa breyst og starfsdagar skólans færst til á vorönn. Kynnið ykkur málið.

Anna Margrét 

11. október 2022

Tónlist í Reykhólaskóla

Við bjóðum Argý velkominn til starfa í tónlistardeild Reykhólaskóla. Argyrios Perdikaris er grískur og hefur búið á Reykhólum síðan í vor. Nokkru áður bjó hann á Hólmavík og starfaði í grunnskólanum þar og sinnti tónlistarkennslu. Argý er tónlistarmenntaður frá heimalandi sínu og við erum svo heppin að fá að njóta kunnáttu hans hér á Reykhólum.  

Í leikskólanum ætlar Argy að spila á gítar og syngja með börnunum. Í grunnskólanum ætlum við t.d að tengja tónlist við samþættinguna og vera með samsöng á morgnana ásamt því að bjóða upp á tónlistarkennslu fyrir nemendur. Til að byrja með ætlum við að skoða áhugann hjá nemendum, bjóða upp á tónlistarkennslu og móta framhaldið.

Við viljum vekja athygli á því að núna er hægt að sækja um að stunda tónlistarnám fram að áramótum.

 

Hægt er að læra söng, á trommur, gítar, bassa og ukulele. Einnig getur Argy kennt byrjendum á píanó. Þá ætlar Argy líka að bjóða upp á raftónlist.


Þeir foreldrar sem hafa áhuga á að skrá barn sitt í tónlist fram að áramótum eru beðnir um að hafa samband við skólastjóra fyrir kl. 12:00 föstudaginn 14. október á netfanginu skolastjori@reykholar.is. Kennsla hefst um leið og nemendur eru skráðir.

Skrá þarf nafn barns, bekk og hvaða hljóðfæri/söng/raftónlist óskað er eftir. Það geta allir fengið til að byrja með að æfa á eitt hljóðfæri/söng/raftónlist með möguleika á að hægt verði að gera meira síðar. Foreldrar eru því beðnir að skrá 1. val (sem allir fá að æfa) og láta vita ef það kemur til greina að æfa meira en á eitt hljóðfæri. Við þurfum að greina þörfina áður en lengra er haldið.    

30. ágúst 2022

Reykhólaskóli auglýsir

Laus til umsóknar staða tónlistar-/ tónmenntakennara

Reykhólaskóli tónlistardeild óskar eftir tónlistar-/tónmenntakennara í 50% starf frá og með 5. september 2022. Tónlistardeild er rekin innan Reykhólaskóla þar sem tónlistar- og tónmenntarkennsla er samofin öðru skólastarfi. Við skólann er lögð áhersla á samþættingu námsgreina og leiðsagnarnám. Við tónlistardeildina stunda nemendur nám á ýmis hljóðfæri. Meirihluti kennslunnar fer fram á skólatíma. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn tónlistarkennsla

  • Tónmenntarkennsla og tónlistarstarf í leik- og grunnskóladeild 

  • Önnur verkefni sem skólastjóri felur kennara

Menntunar- og hæfniskröfur 

  • Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi 

  • Færni í kennslu á ýmis hljóðfæri 

  • Lipurð, jákvæðni og sveigjanleiki í samskiptum

  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð 

  • Hreint sakavottorð 

Laus til umsóknar staða stuðningsfulltrúa 

Reykhólaskóli auglýsir eftir stuðningsfulltrúa í 50% starf frá 5. september 2022 til 25. maí 2023. 

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð eða að aðstoða við bekkjarstarf í einstaka hópum eða bekkjardeildum. 

  • Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, félagslega, námslega og í daglegum athöfnum.

Menntunar og hæfniskröfur 

  • Áhugi að vinna með ungmennum

  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum

  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð 

  • Hreint sakavottorð 

Um tvö 50% störf er að ræða en það er mikill kostur ef sama manneskjan getur sinnt báðum störfum. Umsóknarfrestur er til og með  4. september. Ráðið verður tímabundið í báðar stöðurnar. 

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags. 

Nánari upplýsingar veitir Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla á netfangið skolastjori@reykholar.is, eða í síma 434-7806. Ferilskrá og umsókn sendist á skolastjori@reykholar.is. 


Fyrri síða
1
234567888990Næsta síða
Síða 1 af 90

Á döfinni

« Mars »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  
Næstu atburðir
Skoða alla atburði
Vefumsjón