Litlu jólin 2022
Litlu jólin í Reykhólaskóla 2022
Næstkomandi þriðjudag, 20. desember verða litlu jólin haldin hátíðleg í Reykhólaskóla.
Nemendur mæta prúðbúin kl. 9:00 og fara nemendur síðan í sína stofu og hitta umsjónarkennara. Gott er að nemendur séu búnir að borða morgunmat heima áður en þeir mæta.
Jólaball verður haldið fyrir bæði leik- og grunnskóladeild kl. 9:10.
Eftir jólaballið eru stofujól, nemendur koma með pakka og smákökur að heiman. Umsjónarkennarar senda nánari upplýsingar um það.
Klukkan 11:30 borðum við hátíðarmat í matsal skólans. Eftir matinn fara nemendur heim í jólafrí. Skólabílar fara heim kl. 12:00.
Ég vill fyrir hönd starfsmanna þakka fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og ég óska öllum nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Við hlökkum til að hitta ykkur á nýju ári.
Með jólakveðju Anna Margrét Tómasdóttir
Skóli hefst að nýju 3. janúar 2023 kl. 10:00