Fara í efni

Gagnlegar upplýsingar

Gagnlegar upplýsingar fyrir nýja íbúa

Reykhólahreppur er fjölskylduvænt samfélag með um 240 íbúa. Reykhólar er íbúakjarninn og þar býr um helmingur íbúanna. Reykhólahreppur leggur mikið upp úr úr fjölbreyttu tómstundastarfi fyrir börn og fullorðna og gerir það í samstarfi við nágrannasveitarfélög. Á Reykhólum er Reykhólaskóli sem er sameinaður grunn- og leikskóli. Skóli í skýjunum á heimilisfang í Reykhólahreppi, tilraunaverkefni til 3gja ára. Einnig rekur sveitarfélagið Hjúkrunar- og dvalarheimilið Barmahlíð. Einn af samkomustöðum íbúanna er í sundlauginni Grettislaug, þar sem gott er að hvílast í dagsins lok og leyfa börnunum að njóta sín. Ýmiskonar íþróttaiðkun er í boði og stendur Ungmennafélagið Afturelding fyrir því.

Reykhólahreppur hefur mikla náttúrufegurð og útivera því mjög gefandi.  Gönguleiðir eru fyrir neðan þorpið, hægt er að ganga um skógræktina í Barmahlíð, eða rölta upp að Vaðalfjöllum. Möguleikarnir eru endalausir. Flatey er hluti af sveitarfélaginu, perlan í Breiðafirðinum.

Húsnæði

Reykhólaskóli

Iþróttir og tómstundir

Menningarlíf

Verslun og þjónusta

Samgöngur

Sorphirða og endurvinnsla

Aðrar hagnýtar upplýsingar.