Hringrásarsamfélag - Grænir iðngarðar
Reykhólahreppur í samvinnu með Vestfjarðarstofu og ráðgjafafyrirtækinu YORTH group hófu vinnu að undirbúningi að Reykhólum hrinrásarsamfélagi. Íbúafundur var haldinn 9. mars 2023 og hófst þar með vegferðin.
Björgvin Sævarsson frá YORTH group hélt erindi um hvernig endurnýting, fullvinnsla á efni og afurðum, sjálfbær nýting auðlinda og skipulag byggðar, ásamt mörgum fleiri þáttum, væri undirstaðan að hringrásarsamfélagi sem smám saman verður sjálfbært og skilur ekki eftir úrgang eða lætur frá sér mengandi efni. Skyggnur með erindinu má sjá hér.
Verkefnastjóri verkefnisins er Kjartan Þór Ragnarsson kjartan@reykholar.is
Stofnaður hefur verið stýrihópur um verkefnið, þau sem skipa hann eru;
- Pétur Friðjónsson - Byggðastofnun og stjórnarmaður í Þörungaverksmiðjunni
- Magnús Þór Bjarnason - Vestfjarðastofu
- María Maack- frá hópi Hagaðila
- Jóhanna Ösp Einarsdóttir - fyrir sveitarstjórn Reykhólahrepps
- Elena Dís Víðisdóttir - Orkubú Vestfjarða
- Þorsteinn Másson - Bláma
Stofnaður hefur verið hagaðilahópur um verkefnið og þau sem skipa hann eru;
- Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir
- Rebekka Eiríksdóttir
- María Maack
- Guðjón Dalkvist
- Guðlaugur Þór Pálsson