Flatey Verndarsvæði í byggð
Flatey á Breiðafirði er einstakt svæði á Íslandi vegna sérstæðrar náttúru, menningarminja og landslagsheildar. Eyjan er hluti af verndarsvæði Breiðafjarðar, sbr. lög nr. 54/1995.
Sjálft þorpið í Flatey er mikið menningarverðmæti hvort heldur sem litið er til einstakra húsa, umhverfis þeirra, samstæðu húsa eða þorpsins sem heildar. Sérstaða þorpsins er talin slík að minnstu inngrip eða breytingar á húsum geti haft veruleg áhrif á svipmót byggðarinnar. Auk þess sem byggingararfurinn hefur verndargildi er saga byggðar í eyjunni merkileg.
Hvorutveggja er mikilvægt á landsvísu.
Þorpið í Flatey og nágrenni þess er skilgreint sem hverfisverndarsvæði í Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 og þar eru sett ákvæði um varðveis u byggðarinnar og einstakra húsa, s.s. að ákvarðanir um breytingar á byggðinni eða á einstökum húsum séu teknar með þekkingu á því gildisem þau hafa fyrir umhverfi, sögu og byggingarlist.
Vegna sögulegs og menningarlegs gildis þorpsins í Flatey hefur Reykhólahreppur ákveðið að leggja til við mennta- og
menningamálaráðherra að það verði gert að verndarsvæði í byggð í samræmi við lög nr. 87/20152
. Í lögunum er „verndarsvæði í byggð“skilgreint sem „Afmörkuð byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra á grundvelli laga þessara.“ Með því að leggja til að byggðin í Flatey verði gerð að verndarsvæði í byggð vill Reykhólahreppur festa verndun svæðisins enn frekar í sessi.