Fara í efni

Frístundastyrkur

Íþrótta-, tómstunda- og sundkort Reykhólahrepps

Meginmarkmið íþrótta- og tómstundakortsins er að gefa öllum börnum og unglingum í Reykhólahreppi aukna möguleika á að taka þátt í uppbyggilegu starfi íþróttafélaga, tónskóla og annarra sem standa fyrir íþrótta- og tómstundastarfi. Með kortinu má þannig greiða fyrir skipulagða íþrótta-, lista- og tómstundastarfsemi .

Sveitarfélagið veitir að auki endurgreiðslu á keyptum árskortum í Grettislaug til allra íbúa með lögheimili í sveitarfélaginu, óháð aldri. Þetta er liður í heilsueflingu fyrir íbúa sveitarfélagsins og geta ungir sem aldnir nýtt sér þennan styrk. 

Til þess að sækja um íþrótta-, tómstunda-, og sundkort þarf að skila inn umsókn og greiðslukvittun.

Reglur um tómstundastyrk

Umsókn um tómstundastyrk