Svæðisskipulag
Njótum hlunninda!
Sveitarfélögin Reykhólahreppur, Dalabyggð og Strandabyggð unnu sameiginlega að svæðisskipulagi. Með gildistöku þess hafa sveitarfélögin fest í sessi sameiginlega framtíðarsýn á þróun svæðisins. Við mótun svæðisskipulagsins voru greind tækifæri sem búa í auðlindum og sérkennum svæðisins og á þeim grunni mótuð markmið í atvinnumálum, samfélagsmálum og umhverfismálum og síðan skipulagsstefna sem styður við þau. Áætluninni er ætlað að vera verkfæri sveitarfélaganna við að takast á við sameiginlegar áskoranir í byggðamálum svæðisins.
Svæðisskipulagið tók gildi í apríl 2018 og gildir í 12 ár.
Verkefnavefur svæðisskipulagsins samtakamattur.is