Sumarnámskeið
Sumarnámskeið í Reykhólahreppi býður upp á fjölbreytt starf fyrir börn, með ævintýraleiðöngrum,
vettvangsferðum, fjöruferðum, fuglaskoðunarleiðöngrum, heimsóknum, hestamennsku, útiveru og
íþróttum.
Ungmennafélagið Afturelding er samstarfsaðili sveitarfélagsins með sumarnámskeiðin og er
fjölbreytt íþróttastarf samhliða.
Boðið er upp á frístundaakstur fyrir börnin í sveitunum bæði á sumarnámskeiðin og vegna annarar þjónustu
sveitarfélagsins fyrir börn.
Gjald fyrir sumarnámskeiðin er stillt í hóf og er hægt að sækja um frístundastyrk hjá sveitarfélaginu.
Á sumarnámskeiðunum geta foreldar keypt mat fyrir börnin hjá mötuneyti Reykhólahrepps skv. verðskrá.
Börn sem búa utan sveitarfélags eru velkomin á sumarnámskeið Reykhólahrepps, en hafa þarf í huga að
börn sem þurfa aukinn stuðning inn í skólastarf þurfa líka aukinn stuðning á sumarnámskeið. Útfærslur
stuðnings er unnið í samvinnu við foreldra/forráðamenn og lögheimilissveitarfélag.
Tómsstundafulltrúi er Jóhanna Ösp Einarsdóttir, sími 6982559, johanna@reykholar.is
Stefna um tómstunda og félagsstarf barna og unglinga til 2030