Fara í efni

Sorphirða og flokkun

Við hugsum áður en  við hendum.

Reykhólahreppur innleiddi fjögurra tunnu kerfi við sorpflokkun haustið 2024.  Flokkun stuðlar að hringrás hráefna og minni auðlindanotkun. Með því geta íbúar sveitarfélagsins lagt sitt af mörkum með því að halda hringrásinni gangandi.  

Hringrásarhagkerfið er hagkerfi þar sem leitast er við að koma í veg fyrir að auðlindir verði að úrgangi með áherslum sem tryggja að hægt sé að viðhalda verðmætum auðlinda eins lengi og mögulegt er. Markmiðið er að lágmarka auðlindanotkun og þar með úrgangsmyndun. Hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins er nokkuð margþætt og nær einnig til þess að endurmeta og endurskilgreina lífsgæði. Helstu aðgerðir sem tryggja að auðlindum sé haldið í hagkerfinu eru að deila, gera við, endurnota, endurframleiða og endurvinna.

Sorphirðudagatal 2024

Bæklingur til íbúa haustið 2024

Eldri bæklingar;