Fara í efni

Velkomin í
Reykhólahrepp

430 3200
Skrifstofa Reykhólahrepps er opin virka daga kl. 10:00 - 14:00, nema föstudaga 10:00 - 12:00.

 

Fréttir

Til allra sem eru í samskiptum við ferðafólk: Upplýsið viðskiptavini um óvenju slæma veðurspá

Líkt og fram hefur komið í fréttum þá er spáð afar erfiðum veðurskilyrðum á nær öllu landinu í dag og á morgun. Viðvaranir hafa verið uppfærðar í rauðar á stórum hluta landsins. Spáð er miklum vindi og úrkomu og í stuttu máli engu ferðaveðri.
05.02.2025
Fréttir
mynd, Kraftur

Vitundarvakning Krafts – fjáröflun

Nú stendur yfir til 12. febrúar átakið – Lífið er núna húfa 2025 – á vegum Krafts, sem er stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þess.
05.02.2025
Fréttir

Lífshlaupið ræst í dag

Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra landsmanna.
05.02.2025
Fréttir

Söfnun á rúlluplasti frestað vegna veðurs

Samkvæmt sorphirðudagatali átti að safna rúlluplasti í gær, en því er frestað vegna veðurs.
04.02.2025
Fréttir

MAST, fuglainflúensa í ref

Tilkynningum sem berast Matvælastofnun um dauða og veika villta fugla hefur fækkað. Fuglainflúensa hefur ekki greinst í þeim sýnum úr fuglum sem rannsökuð hafa verið síðustu daga. Aftur á móti greindist fuglainflúensa H5N5 í sýni sem tekið var úr ref í Skagafirði í þessari viku. Rétt er að benda á að fleiri spendýr, svo sem rottur og mýs, geta líka smitast af fuglainflúensu, þótt veiran hafi ekki greinst hingað til í þessum dýrategundum hér á landi.
03.02.2025
Fréttir