Fara í efni

Jólamarkaður Össu Króksfjarðarnesi

Tómstundastarf

Jólamarkaður Handverksfélagsins

Össu í Króksfjarðarnesi

verður opinn helgina 7. og 8. desember.

báða dagana er opið kl. 13 – 17.

 

Á markaðnum er fjölbreytt úrval af gjafavörum af ýmsu tagi, prjónavörur, bækur, kerti, skrautmunir svo fátt eitt sé nefnt.

Á markaðnum verða einnig félög, m.a. Lionsklúbburinn, Nemendafélag Reykhólaskóla, Skíðafélag Strandamanna og e.t.v. fleiri, sem bjóða hreinlætisvörur, dýrindis kökur og lesefni.

Í tilefni af 30 ára afmæli handverksfélagsins á þessu ári er gestum boðið að þiggja veitingar um helgina.

Upp úr kl. 14:00 á laugardaginn koma Dívurnar, 3  ungar stúlkur úr Reykhólaskóla, og syngja og spila fyrir gesti.