Fara í efni

Leiðir til byggðafestu - námskeið Laugarbakka

Stjórnsýsla

Leiðir til byggðafestu er verkefni sem snýr að eflingu nýsköpunar á sauðfjárræktarsvæðum á Íslandi. Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV), Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) standa sameiginlega að verkefninu.

Tekin var ákvörðun um að opna námskeiðin og erindin fyrir öllum íbúum
á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra - en auglýsa
sérstaklega í þeim 6 sveitarfélögum sem fyrsti fasi náði til
(Dalabyggð, Reykhólahreppur, Strandabyggð, Kaldrananeshreppur,
Árneshreppur og V-Húna).

Nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðin í tæka tíð svo unnt sé að gera
ráðstafanir með fjölda. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu
nema annað sé tekið fram. Stundum verður tilboð á mat ef námskeið nær
fyrir matartíma eins og á Laugarbakka 3. nóv. og það þá tekið fram ef
fólk vill nýta sér það.

Hér er linkur á lendingarsíðuna:
https://www.vestfirdir.is/is/verkefni/byggdathroun/leidir-til-byggdafestu
Hér er linkur á skráningu:
https://docs.google.com/forms/d/16SiNVPK0yBM373mAL-Ips6rh9OHnW2q8hLdZfhKPB70/edit