Þorrablót Reykhólahrepps 2025
Tómstundastarf
25. janúar
kl. 19:30
Þorrablót Reykhólahrepps verður haldið laugardaginn 25. janúar n.k.
Húsið opnað kl. 19:30 og dagskrá hefst kl.20:00 .
Ingvar Samúelsson sér til þess að við verðum ekki svöng og
hljómsveitin Meginstreymi sér um stuðið fram eftir nóttu.
Herdís s: 6903825 og Lóa s: 8698713 taka við miðapöntunum.
Pantanir þurfa að hafa borist fyrir kl. 22:00 miðvikudaginn 22. janúar.
Miðaverð er kr. 11.000 en í forsölu fer það niður í kr.10.000 .
Forsala miða verður í anddyri íþróttahússins
fimmtudaginn 23. janúar kl. 18 - 20.
Miði eingöngu á ball mun kosta kr.4.500.
Aldurstakmark er 18 ára.
Hákarl og brennivín við komu er í boði Þörungaverksmiðjunnar.