Fara í efni

Þjónustufulltrúi á skrifstofu Reykhólahrepps.

Reykhólahreppur auglýsir laust til umsóknar starf þjónustufulltrúa á skrifstofu sveitarfélagsins. Um 90% starf er að ræða. Starfið er laust frá 1. október.

Þjónustufulltrúi veitir íbúum, almenningi og starfsmönnum Reykhólahrepps góða og skilvirka þjónustu. Mikil áhersla er lögð á gott viðmót og þjónustulund. Þjónustufulltrúi tekur á móti erindum sem berast á skrifstofu og kemur þeim í réttan farveg

Helstu verkefni:

Símsvörun og upplýsingagjöf til viðskiptavina
Móttaka viðskiptavina og gesta í afgreiðslu
Skjalastjórnun og umsýsla umsókna.
Ýmis bókhaldsleg verkefni og almenn skrifstofustörf

Menntunar- og hæfniskröfur:

Framhaldsskólamenntun eða reynsla af þjónustu- og skrifstofustörfum

Þekking á bókhaldsstörfum
Hæfni í mannlegum samskiptum og þjónustulund
Góð almenn tölvukunnátta
Góð íslensku kunnátta er skilyrði
Ensku kunnátta er kostur

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn um starfið þarf að fylgja kynnisbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 8. september 2024.

Hægt er að sækja um starfið hér

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri í gegnum netfangið: sveitarstjori@reykholar.is eða í síma 4303200