Fjallskilanefnd
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Leitardagar fyrir árið 2023: Seinni leit á Hallsteinsnesi verði 2 okt.
2. Dagsverk á jarðir voru samþykkt eins og þau voru sett fram í drögum á fundinum.
3. Talstöðvar, að skipta því niður á milli svæða; Kollabúðadalur-Hrútagil rás 1 og Hrútagil að Naðurdalsá rás 2.
4. Hafa samband við Vegagerðina og skoða möguleika á því að girða þjóðvegin af frá Kletti að Þorskafirði þar sem þetta verður aðalþjóðvegur Vestfirðinga í framtíðinni, þá er það mjög mikilvægt að tryggja öryggi vegfarenda og sauðkindarinnar og öruggari vinnuaðstæður fyrir bændur.
5. Kanna kostnað og fyrirkomulag á að vera með að þjónusta að taka dýrahræ og koma þeim í urðun á löglegan hátt.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl: 17:50
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.