Fara í efni

Fjallskilanefnd

3. fundur 13. júní 2024 kl. 16:00 - 16:35 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Vilberg Þráinsson formaður
  • Styrmir Sæmundsson
  • Herdís Matthíasdóttir
  • Baldvin Smárason var í síma
Fundargerð ritaði: Vilberg Þráinsson nefndarmaður

Fundur í dreifbýlisnefnd Reykhólahrepps

Fimmtudaginn 13. júní 2024 kl. 16.00

 

Fundarstaður: Skrifstofa Reykhólarhepps.

 

Mætt; Vilberg Þráinsson, Styrmir Sæmundsson, Herdís Matthíasdóttir, Baldvin Smárason var í síma og Guðlaug Guðmunda Ingibjörg Bergsveinsdóttir forfallaðist. Vilberg ritaði fundargerð.

 

 

Fundargerðin er rituð á tölvu og er 1 blaðsíða.

 

Vilberg bauð fundarfólk velkomið. Hann kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðið. Engar athugasemdir bárust. Þá spurði hún heftir öðrum málum á dagskrá. Engin mál bárust. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.   Leitardagar haustið 2024

Leitardagar í Reykhólahreppi 2024.

Fjallskilanefnd leggur til að leitardagar í Reykhólahreppi séu eftirfarandi:

Svæði 1-7; Kleifar, Brekkuá að Króksfjarðarnesi, Króksfjarðarnes, frá Bakkadal að

Naðurdalsá og Borgarland verði leitað 21. september.

Svæði 8; frá Naðurdalsá að Hjallaá verði leitað 14. september.

Svæði 9; Reykjanes verði leitað 15. september.

Svæði 10; Frá Hjallaá út Hallsteinsnes að Djúpadal verði leitað 16. september.

Svæði 11-14; frá Djúpadal að Skálanesi verði leitað 14. september.

Svæði 15-16; Kálfadalur, Eyri, Klettur, Seljaland og Fjarðarhorn verði leitað 7. september.

Svæði 17; Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla verði leitað frá og með 6. - 8.

sept og eftir því sem veður leyfir.

Svæði 18; Múlasveit verði leituð 2. - 5. sept.

Seinni leit allra svæða verði helgina 27. sept.-29. sept

Önnur mál (ef einhver):

Fundi slitið kl. 16.35

Fundargerð undirrituð rafrænt.