Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

5. fundur 01. nóvember 2023 kl. 16:00 - 18:50 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir formaður (ÁHH)
  • Steinunn Ó Rasmus aðalmaður (SÓR)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ) mætti ekki
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri Reykhólaskóla
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir deildarstjóri leikskóladeildar
  • Esther Ösp Valdimarsdóttir skólastjóri Skóla í skýjunum í gegnum fjarfund
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps í gegnum fjarfund
  • Svanborg Guðbjörnsdóttir fyrir hönd kennara
  • Hafrós Huld Einarsdóttir fyrir hönd foreldra í gegnum fjarfund
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,

1. nóvember 2023, kl. 16:00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.

 

Fundargerðin er rituð á tölvu og er 3 bls.

 

Mætt eru:

Árný Huld Haraldsdóttir,formaður (ÁHH)

Steinunn Ó Rasmus, aðalmaður (SÓR)

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ) mætti ekki

Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri Reykhólaskóla

Íris Ósk Sigþórsdóttir, deildarstjóri leikskóladeildar

Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastjóri Skóla í skýjunum í gegnum fjarfund

Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps í gegnum fjarfund

Svanborg Guðbjörnsdóttir, fyrir hönd kennara

Hafrós Huld Einarsdóttir fyrir hönd foreldra í gegnum fjarfund

 

Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

 

ÁHH bauð alla velkomna. Steinuni Ó. Rasmus er sérstaklega boðin velkomin til starfa í nefndinni. Athugað hvort athugasemdir séu við fundarboð og fundargögn. Spurt eftir öðrum málum á dagskrá. Eitt mál barst og var samþykkt að taka það til kynningar undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Fundargerðir:

1.  Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 8. júní 2023.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu:

1.  Ásgarður stöðuskýrsla skólaþjónustu fyrir Reykhólaskóla 2023.

Farið yfir stöðuskýrslu skólaþjónustu og hún kynnt.

 

2.  Reykhólaskóli, akstursáætlun 2023 - 2024.

Skólastjóri Reykhólaskóla fór yfir akstursáætlun fyrir skólaárið 2023 - 2024.

Nefndin samþykkir akstursáætlun Reykhólaskóla skólaárið 2023 – 2024.

3.  Reykhólaskóli, neysluhlé eftir hádegið.

Skólastjóri Reykhólaskóla fór yfir erindið.

Rætt var um það hvort skólinn eigi að bjóða uppá ávexti í frístund.

Málefninu vísað til stjórnenda skólans, tómstundar og mötuneytis. Samþykkt samhljóða.

4.  Reykhólaskóli, hljóðfæri í tónlistadeild.

Skólastjóri Reykhólaskóla fór yfir erindið.

Nám við tónlistadeild Reykhólaskóla er gjaldfrjálst og sér skólinn um kennsluhljóðfæri, foreldrar sjá um að útvega hljóðfæri til æfinga heima. Samþykkt samhljóða.

5.  Reykhólaskóli, nýtt merki (logo).

Skólastjóri Reykhólaskóla fór yfir erindið og kynnti fyrir nefndinni.

6.  Reykhólaskóli, leikskóladeild verklagsreglur og staða mönnunar.

Lögð eru fram drög að verklagsreglum frá skólastjóra Reykhólaskóla til kynningar.

Stjórnendum Reykhólaskóla falið að vinna verklagsreglurnar áfram. Samþykkt samhljóða.

7.  Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Reykhólaskóla.

Lagðar eru fram umsóknir um námsvist tveggja nemenda í Reykhólaskóla haustið 2023.

Nefndin samþykkir umsóknina samhljóða.

8.  Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Ásgarði, skóla í skýjunum.

Lagðar eru fram umsóknir 40 nemenda í Ásgarði skóla í skýjunum, 39 umsóknir fyrir skólaárið 2023 -2024 og 1 umsókn til áramóta.

Nefndin samþykkir umsóknirnar samhljóða.

9.  Ásgarður skóli í skýjunum, innra mats skýrsla 2022 – 2023.

Skólastjóri Ásgarðs skóla í skýjunum fór yfir skýrsluna.

Skýrslan lögð fram til kynningar.

10.  Ásgarður skóli í skýjunum, mat á starfsáætlun 2022 – 2023.

Skólastjóri Ásgarðs skóla í skýjunum fór yfir matið.

Mat á starfsáætlun 2022 - 2023 lögð fram til kynningar.

11.  Menntastefna Vestfjarða, drög.

Lögð eru fram drög að menntastefnu Vestfjarða, sem unnin er á grundvelli samstarfs sveitarfélaganna á Vestfjörðum í gegnum Vestfjarðastofu.

 

Nefndin fór yfir drögin og gerir ekki athugasemd við þau. Samþykkt samhljóða.

12.  Skýrsla Tómstundafulltrúa

Tómstundafulltrúi fór yfir skýrslu með nefndinni.

13.  Skýrsla deildarstjóra leikskóladeildar Reykhólaskóla.

Deildarstjóri leikskóladeildar fór yfir skýrslu með nefndinni.

14.  Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla

Skólastjóri Reykhólaskóla fór yfir skýrslu skólastjóra.

 

15.  Skýrsla – Ásgarður skóli í skýjunum

Skólastjóri Ásgarðs skóla í skýjunum fór yfir skýrslu með nefndinni.

Önnur mál : (löglega upp borin)

1.  Skipulag funda og starfsáætlun nefnda.

Erindi frá JÖE.

Erindið lagt fram og kynnt.

 

Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 18.50

Fundargerðin undirrituð með rafrænum hætti.