Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

1. fundur 11. janúar 2023 kl. 09:00 - 10:10 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir (ÁHH)
  • Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK)
  • Vilberg Þráinsson (VÞ)
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir deildarstjóri leikskóla
  • Svanborg Guðbjörnsdóttir fyrir hönd kennara
  • Sandra Rún Björnsdóttir fyrir hönd foreldra
  • Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdarstjóri Skóla í skýjunum
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Árný Huld Haraldsdóttir formaður

Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps
miðvikudaginn 11. janúar 2023, kl. 9.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru Árný Huld Haraldsdóttir (ÁHH), Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir (ÁSK) og Vilberg Þráinsson (VÞ). Auk þess eru Anna Margrét Tómasdóttir skólastjóri, Íris Ósk Sigþórsdóttir deildarstjóri leikskóla, Svanborg Guðbjörnsdóttir fyrir hönd kennara og Sandra Rún Björnsdóttir fyrir hönd foreldra mættar. Kristrún Lind Birgisdóttir framkvæmdarstjóri Skóla í skýjunum og Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi eru mættir í gegnum fjarfundabúnað.

Formaður nefndarinnar ritaði fundargerð og er hún 2 blaðsíður.

Formaður bauð alla velkomna og kannaði hvort einhver væri með önnur mál á dagskrá. ÁHH er með tvö mál, “skólaakstur og akstursáætlun” og “kjör kennara í blandaðri fjar- og staðkennslu”. Samþykkt að taka málin undir liðnum önnur mál.

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu

1.  Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 7. desember 2022.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.  Dagsskipulag í Reykhólaskóla.
Skólastjóri fer yfir tillögu að breyttu dagskipulagi í grunnskólanum. Breytingin væri tilraunaverkefni til að kanna hvort kæmi betur út að seinka skólatíma yfir erfiðustu vetrarmánuðina, þar sem oftast þarf að fella niður skóla, skólabíl seinkar eða börn í skólabílum komast ekki í skóla vegna veðurs.
Í því felst að skólastarfi verði seinkað til kl. 9 alla virka daga og nemendur færu heim mánudaga til fimmtudaga kl. 15:20 en 12:30 á föstudögum. Morgunmatur yrði frá 8:45-9:00 og væri val fyrir nemendur áður en skóli hefst, til að koma til móts við nemendur í skólabílum mundu bílarnir vera að koma að skóla í morgunferð kl. 8:50. Tómstundastarf 1.-4. bekkjar færi fram á skólatíma en eldri bekkja að skóla loknum.

Nefndin tekur vel í verkefnið í ljósi þess að skólastjóri hefur verið í samráði yfirmenn annarra deilda auk skólabílstjóra, því breytingin hefur áhrif á alla. Skólaráð hefur fjallað um þessa tímabundnu breytingu og tekur vel í breytinguna.
Nefndin óskar jafnframt eftir áliti frá skólasamfélaginu við lok tímabilsins og leggi fyrir nefndina, svo hægt sé að meta kosti og galla tilraunaverkefnisins og hvort æskilegt sé að hafa fyrirkomulag næsta vetrar með þessum hætti.
Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki breytinguna á skólastarfinu út marsmánuð. Skólastjóra falið að kynna tilraunaverkefnið og upphaf verkefnisins fyrir nemendum, foreldrum, starfsfólki og yfirmönnum annarra deilda, auk skólabílstjóra.
Nefndin óskar eftir því að sveitarstjórn hafi samband við vegagerðina til að ýta á að snjómokstri sé lokið í Reykhólahreppi áður en skólabílar fara af stað.
Samþykkt samhljóða.

3.  Ytra mat - leikskólar og grunnskólar.
Málið rætt og verður skoðað síðar.

Mál til kynningar:

1.   Greinagerð um starfsemi Skóla í skýjunum.
Farið yfir ástæður fyrir greinagerðinni. Nefndarmenn kynna sér efni hennar séu þeir ekki búnir að því.

Önnur mál :

1.  Skólaakstur og akstursáætlun.
ÁHH lagði til skjal “Reglur um skólaakstur í leik- og grunnskóla Reykhólaskóla” og “akstursáætlun" og kynnti.

Nefndin leggur til að formaður nefndarinnar klári að vinna skjalið og leggi það fyrir nefndina aftur á næsta fundi.
Samþykkt samhljóða.

2.  Kjör kennara í blandaðri fjar- og staðkennslu.
ÁHH fór yfir vangaveltur sem henni hafa borist vegna kjara kennara í blandaðri fjar- og staðkennslu. Málið rætt.

Skólastjóra og launafulltrúa falið að skoða málið.
Samþykkt samhljóða.

Ekki fleira gert.
Fundi slitið kl. 10:10.
Fundargerð undirrituð rafrænt.