Mennta- og menningarmálanefnd
Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,
7. desember 2023, kl. 16:30.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru:
Steinunn Ó. Rasmus, aðalmaður (SÓR)
Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)
Ólafía Sigurvinsdóttir 1. varamaður (ÓS)
Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri Reykhólaskóla
Íris Ósk Sigþórsdóttir, deildarstjóri leikskóladeildar
Kristrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs skóla í skýjunum í gegnum fjarfund
Jóhanna Ösp Einarsdóttir tómstundafulltrúi Reykhólahrepps í gegnum fjarfund
Svanborg Guðbjörnsdóttir, fyrir hönd kennara
Hafrós Huld Einarsdóttir fyrir hönd foreldra í gegnum fjarfund
Árný Huld Haraldsdóttir,formaður (ÁHH) boðaði forföll.
Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Steinunn Ó. Rasmus bauð alla velkomna og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð og fundargögn. Spurt eftir öðrum málum á dagskrá. Tvö mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Fundargerðir:
1. Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 8. júní 2023.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu:
1. Verklagsreglur leikskóli 2024, erindi lagt fram á fundi.
Deildarstjóri leikskóladeildar fór yfir verklagsreglur leikskólans fyrir árið 2024.
Nefndin samþykkir verklagsreglur fyrir leikskóladeild árið 2024 með nokkrum breytingum sem fram komu á fundinum. Samþykkt samhljóða.
VÞ kom inn á fund og tók við fundarstjórn
2. Viðmiðunarreglur vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjóri fór yfir viðmiðunarreglurnar sem byggja á viðmiðunarreglum Sambands íslenskra sveitarfélaga og lögum um grunnskóla 91/2008.
Nefndin samþykkir viðmiðunarreglur vegna grunnskólanáms utan sveitarfélaga. Samþykkt samhljóða.
3. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Ásgarði, skóla í skýjunum.
Lagðar eru fram tvær umsóknir um nám ungmenna í Ásgarði skóla í skýjunum.
Nefndin samþykkir umsóknirnar samhljóða.
4. Skýrsla Tómstundafulltrúa.
Tómstundafulltrúi fór munnlega yfir skýrslu með nefndinni.
5. Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar.
Deildarstjóri leikskóladeildar fór munnlega yfir skýrslu með nefndinni.
6. Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla.
Skólastjóri Reykhólaskóla fór munnlega yfir skýrslu með nefndinni.
7. Skýrsla – Ásgarður skóli í skýjunum.
Framkvæmdastjóri Ásgarðs skóla í skýjunum fór munnlega yfir skýrslu með nefndinni.
Önnur mál :
8. Starfsáætlun leikskóladeildar, Hólabæjar 2023 – 2024.
Deildarstjóri leikskóladeildar fór yfir starfsáætlun Hólabæjar skólaárið 2023-2024.
Nefndin samþykkir starfsáæltun skólaárið 2023 – 2024. Samþykkt samhljóða.
9. Frumvarp til laga um skólaþjónustu, stuðningur við börn og ungmenni í skólastarfi.
Sveitarstjóri fór yfir málefnið og kynnti gögn sem eru í vinnslu vegna undirbúnings við ritun frumvarps til laga um skólaþjónustu.
Fundi slitið kl. 18.30
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.