Mennta- og menningarmálanefnd
Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,
- maí 2024 kl. 16:00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt:
Árný Huld Haraldsdóttir, formaður (ÁHH)
Ólafía Sigurvinsdóttir, 1. varamaður (ÓS)
Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ), boðaði forföll
Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri Reykhólaskóla (AMT)
Íris Ósk Sigþórsdóttir, deildarstjóri leikskóladeildar (ÍÓS)
Kristrún Birgisdóttir, framkvæmdastjóri Ásgarðs, skóla í skýjunum (KB)
Hafrós Huld Einarsdóttir, fyrir hönd foreldrafélags Reykhólaskóla (HHE)
Svanborg Guðbjörnsdóttir, fyrir hönd kennara Reykhólaskóla (SG)
Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri (IBE) og ritaði fundargerð.
Formaður bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá spurði formaður eftir öðrum málum á dagskrá. Þrjú mál bárust og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Fundargerðir:
1. Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 5. febrúar 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu:
1. Skólanámskrá Reykhólaskóla 2023 – 2024.
Lögð er fram skólanámskrá Reykhólaskóla fyrir árið 2023-2024.
Nefndin samþykkir skólanámskrá Reykhólaskóla skólaárið 2023 -2024. Samþykkt samhljóða.
2. Deildarstjóri Reykhólaskóla.
Lagt er fram erindi frá skólastjóra dagsett í apríl 2024 þar sem lögð er fram tillaga að ráðningu deildarstjóra fyrir sameinaðan Reykhólaskóla.
Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til að unnin verði starfslýsing fyrir starfið og sérstaklega verði skýrt hlutverk deildarstjóra gagnvart leikskóladeild. Nefndin vísar afgreiðslu hennar til sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.
3. Sumarnámskeið og sumarstörf 2024.
Lagt er fram minnisblað frá tómstundafulltrúa dagsett í apríl 2024, þar sem lagðar eru fram tillögur að sumarnámskeiði, farið yfir vinnutíma barna og aðstöðu fyrir félagsmiðstöðina.
JÖE fór yfir erindið.
Nefndin leggur til að sumarnámskeið verði haldið 3. júní – 27. júní og eina viku í ágúst, ekki föstudaga. Tómstundafulltrúi sér um að skipuleggja og auglýsa starfið.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að setja sér reglur um vinnutíma barna og launakjör.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að finna varanlega aðstöðu fyrir félagsmiðstöð.
Samþykkt samhljóða.
4. Bréf til sveitarfélaga, hljóðvist í skólum
Lögð er fram áskorun Umboðsmanns barna dagsett 18. mars 2024.
Nefndin vísar erindinu til sveitarstjórnar til kynningar.
5. Áframhaldandi skólaþróunarleyfi - Ásgarður, Skóli í skýjunum.
Lagt er fram svar mennta- og menningarmálaráðuneyti við beiðni Ásgarðs skóla í skýjunum um áframhaldandi þróunarskólaleyfi til handa skólanum. Svarbréf dagsett 12. apríl 2024.
Í svarbréfi upplýsir ráðuneytið að Skóla í skýjunum verði veitt áframhaldandi þróunarheimild til eins árs með fyrirvara um gerð nýs þjónustusamnings á milli skólans og Reykhólahrepps þar sem tekið verði á nokkrum þáttum í rekstri skólans.
Nefndin fagnar heimild ráðuneytisins og leggur til við sveitarstjórn að gerður verði að nýju þjónustusamningur við Skóla í skýjunum skólaárið 2024 – 2025. Samþykkt samhljóða.
6. Skýrsla Tómstundafulltrúa.
JÖE fór yfir starfsemi tómstundastarfsins.
7. Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar.
ÍÓS fór yfir starfsemi Hólabæjar leikskóladeildar.
8. Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla.
AMT fór yfir starfsemi grunnskóladeildar Reykhólaskóla.
9. Skýrsla Ásgarður skóli í skýjunum.
KB fór yfir starfsemi Skóla í skýjunum.
Önnur mál : (löglega upp borin)
10. Skóladagatal Reykhólaskóla leikskóladeildar 2024 – 2025.
Nefndin samþykkir skóladagatal Reykhólaskóla leikskóladeildar 2024 -2025. Samþykkt samhljóða með einni breytingu varðandi 3. janúar.
11. Skóladagatal Reykhólaskóla grunnskóladeildar 2024 – 2025.
Nefndin samþykkir skóladagatal Reykhólaskóla grunnskóladeildar 2024 -2025. Samþykkt samhljóða með einni breytingu varðandi 3. janúar.
12. Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags, leikskóladeild.
Lögð er fram umsókn frá Dalabyggð um nám í Hólabæ utan lögheimilissveitarfélags.
Umsókn samþykkt með þeim fyrirvara að fyrir liggi samþykkt Dalabyggðar og umsókn viðkomandi um leikskólapláss. Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 18.27.
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.