Fara í efni

Mennta- og menningarmálanefnd

9. fundur 18. júní 2024 kl. 10:00 - 11:30 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir
  • Steinunn Ólafía Rasmus
Starfsmenn
  • Anna Margrét Tómasdóttir- grunnskóladeild Reykhólaskóla
  • Kristrún Birgisdóttir - Skóli í skýjunum
  • Íris Ósk Sigþórsdóttir - Hólabær leikskóladeild Reykhólaskóla.
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir - Tómstundafulltrúi
  • Hafrós Huld Einarsdóttir - fyrir hönd foreldra
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,

18. júní 2024 kl. 10:00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:
Árný Huld Haraldsdóttir
Steinunn Ólafía Rasmus
Vilberg Þráinsson mætti ekki.

Anna Margrét Tómasdóttir- grunnskóladeild Reykhólaskóla
Kristrún Birgisdóttir - Skóli í skýjunum
Íris Ósk Sigþórsdóttir - Hólabær, leikskóladeild Reykhólaskóla.
Jóhanna Ösp Einarsdóttir - Tómstundafulltrúi
Hafrós Huld Einarsdóttir - fyrir hönd foreldra.

Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.

Formaður bauð öll velkomin á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn. Engar athugasemdir bárust. Þá var spurt eftir öðrum málum á dagskrá, eitt mál barst og samþykkt að taka það fyrir.

Dagskrá:

Fundargerðir:

1.   Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 2. maí 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

Mál til afgreiðslu:

2.   Reykhólaskóli, skóladagatal 2024-2025, breyting, bæði grunnskóli og leikskóli.

Lagt er fram skóladagatal með einni breytingu þar sem starfsdagur í nóvember var færður fram um einn dag frá 4. nóv - 3. nóv.

 

Breyting samþykkt samhljóða.

 

3 .   Áframhaldandi skólaþróunarleyfi - Ásgarður, Skóli í skýjunum, samningur.

Lagður er fram undirritaður samningur, hann er að mestu óbreyttur frá fyrri samningi.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að staðfesta samninginn. Samþykkt samhljóða.

 

4.   Ásgarður, skóli í skýjunum

    1. Innra mats skýrsla,
    2. mat á starfsáætlun 2023-2024,
    3. starfsáætlun 2024 – 2025,
    4. skóladagatal 2024 –2025 og ný stundaskrá.

Kristrún fór yfir framlögð gögn.

Nefndin staðfestir gögnin og samþykkir skóladagatal 2024 – 2025.

 

5.   Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags, Ásgarður skóli í skýjunum, 2 umsóknir.

Nefndin samþykkir umsóknirnar samhljóða.

 

6.   Skýrsla Tómstundafulltrúa.

Jóhanna Ösp fór yfir það helsta sem hefur gerst síðustu vikur, sumarnámskeið og vinnuskóli hefur verið starfandi. Jóhanna velti upp spurningunni um það hvort endurskoða eigi skipulag vegna gæslu að loknu námskeiði fyrir næsta sumar. Reykhóladagar verða haldnir dagana 15. - 18. ágúst.

7.   Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar.

Íris Ósk fór yfir það helsta vegna reksturs Hólabæjar síðustu vikur. Mönnun næsta haust lítur vel út, sumarið gengur vel.

 

8.   Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla.

Anna Margrét fór yfir það helsta varðandi grunnskóla Reykhólaskóla. Anna ræddi um ráðningar næsta haust.

9.   Skýrsla Ásgarður skóli í skýjunum.

Kristrún fór yfir gang mála í skólanum , vorútskrift gekk vel og tilhlökkun fyrir næsta vetri.

 

Önnur mál : (löglega upp borin)

10.   Skólaþjónusta Ásgarðs.

 

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að samningur við Ásgarð sem undirritaður var 2019 verði tekinn til endurskoðunar. Samþykkt samhljóða.

 

Fundi slitið kl. 11.30

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.