Mennta- og menningarmálanefnd
Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,
12. ágúst 2024 kl. 16:00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mættar eru:
Árný Huld Haraldsdóttir,
Steinunn Ólafía Rasmus,
Ólafía Guðrún Sigurvinsdóttir í fjarveru Vilbergs Þráinssonar,
Anna Margrét Tómasdóttir - skólastjóri Reykhólaskóla,
Íris Ósk Sigþórsdóttir - Hólabær leikskóladeild Reykhólaskóla,
Esther Ösp Valdimarsdóttir - Skóli í skýjunum,
Einnig sat fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sem ritaði fundargerð.
Formaður bauð öll velkomin á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn. Engar athugasemdir bárust. Þá var spurt eftir öðrum málum á dagskrá. Eitt mál barst og samþykkt að taka undir önnur mál.
Dagskrá:
Fundargerðir:
1. Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 18. júní 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu:
1. Mat á stafsáætlun Reykhólaskóli.
Anna Margrét kynnti mat á starfsáætlun Reykhólaskóla.
2. Innramatsskýrsla Reykhólaskóli
Máli frestað til næsta fundar.
3. Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags, Skóli í skýjunum.
Lagðar voru fram 22 umsóknir um nám utan lögheimilssveitarfélags í Skóla í skýjunum.
Umsóknirnar samþykktar samhljóða.
4. Umsókn um nám utan lögheimilis, leikskóladeild Reykhólaskóla.
Lögð fram ein umsókn um nám utan lögheimilis, í Hólabæ.
Umsóknin samþykkt samhljóða.
5. Áframhaldandi skólaþróunarleyfi, Ásgarður Skóli í skýjunum, staða máls.
Esther fór yfir stöðu varðandi áframhaldandi skólaþróunarleyfi.
6. Starf Tómstundafulltrúa
Komið á framfæri við mennta- og menningamálanefnd að Jóhanna Ösp hefur óskað eftir ársleyfi frá starfi Tómstundafulltrúa og sveitarstjórn hefur nú þegar auglýst starf tómstundafulltrúa.
Rætt um Reykhóladaga og vinnuskóla.
7. Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar
Íris Ósk fór yfir starfið framundan í Hólabæ. Farið yfir fjölda barna í leikskóla og starfsmannamál.
8. Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla
Anna Margrét fór yfir starfið framundan í grunnskóladeild Reykhólaskóla. Farið yfir mönnun og skipulag.
9. Skýrsla Ásgarður skóli í skýjunum
Esther fór yfir starfið framundan í Skóla í skýjunum. Farið yfir næstu daga og mönnun.
Önnur mál : (löglega upp borin)
10. Mat á starfsáætlun Hólabær
Íris Ósk kynnti mat á starfsáætlun fyrir nefndinni.
Fundi slitið kl. 17:17