Mennta- og menningarmálanefnd
Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,
9. september 2024 kl. 16:00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru:
Árný Huld Haraldsdóttir
Steinunn Ó Rasmus
Vilberg Þráinsson
Íris Ósk Sigþórdóttir, leikskóladeild Reykhólaskóla
Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri Reykhólaskóla
Esther Ösp Valdimarsdóttir, Skóli í Skýjunum
Marie-Susann Zeise, tómstundafulltrúi
Hafrós Huld Einarsdóttir, fyrir hönd foreldra
María Rós Valgeirsdóttir, fyrir hönd kennara
Einnig sat Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri fundinn og ritaði fundargerð.
Formaður bauð öll velkomin á fundinn og útskýrði fyrirkomulag funda í nefndinni fyrir nýjum áheyrnarfulltrúa. Kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá var athugað hvort væru önnur mál á dagskrá. Eitt mál barst og var samþykkt að taka fyrir undir önnur mál.
Dagskrá:
Fundargerðir:
1. Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar ágúst 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu:
1. Nýr tómstundafulltrúi
Kynnt fyrir mennta- og menningamálanefnd að nýr tómstundafulltrúi hefur verið ráðin til starfa. Marie-Susann Zeise hefur nú þegar tekið við starfinu og við óskum henni velfarnaðar í sínu starfi.
2. Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar
Íris fór yfir skýrslu leikskóladeildar.
3. Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags, Skóli í skýjunum
9 umsóknir voru lagðar fyrir. Nefndin samþykkir umsóknirnar, samþykkt samhljóða.
4. Skýrsla Skóli í skýjunum
Esther fór yfir skýrslu Skóla í skýjunum.
5. Umsókn um nám utan lögheimilis, Reykhólaskóli
Nefndin samþykkir umsóknina, samþykkt samhljóða.
6. Bréf frá Agnieszka Kowalczyk
Nefndin tekur vel í erindið og leggur til við sveitarstjórn að finna leið til að koma til móts við þarfir barna um lengda viðveru.
7. Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla
Anna Margrét fór yfir skýrslu grunnskóladeildar.
Mál til kynningar:
1. Menntaþing 2024
2. Minnisblað - menntastefna Vestfjarða aðgerðaráætlun
Önnur mál :
1. Húsnæði fyrir félagsmiðstöð
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skólastjóri, deildarstjóri leikskóladeildar, tómstundafulltrúi og verkefnastjóri framkvæmda skipi vinnuhóp með það markmið að finna framtíðar stað fyrir félagsmiðstöð innan skólahúsnæðis. Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið kl. 17:09.