Mennta- og menningarmálanefnd
Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,
9. desember 2024 kl. 14:00
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru:
Árný Huld Haraldsdóttir, formaður
Vilberg Þráinsson, varaformaður
Steinunn Ó Rasmus, aðalfulltrúi
Áheyrnarfulltrúar;
Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri Reykhólaskóla
Íris Ósk Sigþórsdóttir, fyrir hönd leikskóla
Kristrún Birgisdóttir, Skóli í Skýjunum
Marie Susann-Zeise, tómstundafulltrúi boðaði forföll.
Einnig sat Ingibjörg Erlingsdóttir fundinn.
Formaður ritaði fundargerð.
Fundargerðin er rituð á tölvu og er 2 blaðsíður.
Varaformaður bauð öll velkomin á fundinn, kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá var athugað hvort væru önnur mál á dagskrá, 4 mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Fundargerðir:
1. Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 11. nóvember 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða
Mál til afgreiðslu:
1. Skýrsla tómstundafulltrúa.
Tómstundafulltrúi boðaði forföll.
2. Umbótaáætlun Reykhólaskóla.
Skólastjóri kynnti umbótaáætlun Reykhólaskóla, sem hluti af starfsáælun skólans.
3. Gæsla í Reykhólaskóla.
Rætt um gæslu í Reykhólaskóla. Nefndin leggur til að sveitarstjórn seti skýrt fram til hvers er ætlast vegna gæslu, varðandi tímasetningar og hlutverk.
4. Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla.
Skólastjóri ræddi um málefni Reykhólaskóla.
5. Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar.
Deildarstjóri fór yfir skýrslu Hólabæjar.
6. Reglur Reykhólahrepps um sérskóla.
Farið yfir reglurnar. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Vísað til sveitarstjórnar.
7. Innritunar- og útskriftareglur Skóla í skýjunum.
Farið yfir reglurnar. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Vísað til sveitarstjórnar.
8. Endurskoðaður þjónustusamningur á milli Reykhólahrepps og Skóla í skýjunum ehf.
Farið yfir samninginn. Nefndin samþykkir reglurnar fyrir sitt leyti. Vísað til sveitarstjórnar.
9. Skýrsla - Skóli í skýjunum
Kristrún fór yfir skýrslu skólans.
Farið yfir fundargerð, fundi slitið 15:30