Mennta- og menningarmálanefnd
Fundargerð
Fundur í mennta- og menningarmálanefnd Reykhólahrepps,
3. febrúar 2025 kl. 14:00
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru:
Vilberg Þráinsson, varaformaður
Steinunn Ó Rasmus, aðalfulltrúi
Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir, aðalfulltrúi
Áheyrnarfulltrúar;
Anna Margrét Tómasdóttir, skólastjóri Reykhólaskóla
Kristrún Birgisdóttir, Skóli í Skýjunum
Marie Susann-Zeise, tómstundafulltrúi boðaði forföll.
María Rós Valgeirsdóttir, fyrir hönd kennara boðaði forföll.
Íris Ósk Sigþórsdóttir, fyrir hönd leikskóla boðaði forföll
Einnig sat Ingibjörg Erlingsdóttir fundinn og ritaði fundargerð.
Fundargerðin er rituð á tölvu og er 2 blaðsíður.
Varaformaður bauð öll velkomin á fundinn, kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá var athugað hvort væru önnur mál á dagskrá, 1 mál barst og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.
Árný Huld Haraldsdóttir er í árs fríi frá störfum, í hennar stað er Ásta Sjöfn Kristjánsdóttir kjörin í nefndina. Samþykkt er að Vilberg verðir formaður nefndarinnar og Ásta Sjöfn varaformaður. Samþykkt samhljóða.
Dagskrá:
Fundargerðir:
1. Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 9. desember 2024.
Mál til afgreiðslu:
1. Skýrsla Tómstundafulltrúi.
Liður felldur niður vegna forfalla.
2. Skýrsla Ásgarður skóli í skýjunum.
Kristrún fór skipulagsbreytingar sem hafa átt sér stað í Skóla í skýjunum. Kristrún hefur tekið við sem skólastjóri skólans. 46 nemendur stunda nú nám í skólanum og gengur allt mjög vel.
3. Umbótaáætlun Reykhólaskóla.
Skólastjóri lagði fram og fór yfir stöðu Umbótaáætlunar Reykhólaskóla með nefndinni.
Nefndin hrósar skólastjóra fyrir vel unna Umbótaáætlun og hlakkar til að fylgjast með framhaldinu.
4. Skýrsla skólastjóra Reykhólaskóla
Skólastjóri fór yfir stöðu skólans og helstu verkefni frá síðasta fundi.
5. Skýrsla Heilbrigðiseftirlits vegna Hólabæjar.
Sveitarstjóri lagði skýrsluna fram og lagði fram skilaboð frá deildarstjóra Hólabæjar varðandi hana.
Nefndin vísar skýrslunni til verkefnastjóra framkvæmda og umsjónarmanns fasteigna og óskar eftir verkáætlun vegna athugasemda sem koma fram í skýrslunni. Samþykkt samhljóða
6. Skýrsla deildarstjóra Hólabæjar.
Liður fellur niður vegna forfalla.
Önnur mál :
7. Skóladagatal Reykhólaskóla 2025 – 2026.
Skólastjóri fór yfir drög að skóladagatali fyrir næsta skólaár.
Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 14.45