Fara í efni

Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd

22. fundur 11. mars 2025 kl. 13:00 - 14:30 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a
Nefndarmenn
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir
  • Margrét Sigurbjörnsdóttir
  • Vésteinn Tryggvason.
Starfsmenn
  • Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri
  • Grettir Ásbjörnsson byggingafulltrúi
  • Hlynur Torfason skipulagsfulltrúi
  • Kjartan Ragnarsson verkefnastjóri

Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,

þriðjudaginn 11.03. 2025 kl. 13.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Margrét Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Tryggvason. Einnig sátu fundinn Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri, Grettir Ásbjörnsson Byggingafulltrúi og Hlynur Torfason skipulagsfulltrúi. Kjartan Ragnarsson verkefnastjóri kynnti valkostagreiningu um aðalskipulagsbreytingu í Króksfjarðarnesi.

 

Dagskrá:

Mál til afgreiðslu:

1.   Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar 13. 11. 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.   2503011 - Umsókn um byggingarleyfi, niðurrif sumarhúss að Borg lóð 1

Skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd felur byggingafulltrúa að afgreiða leyfið, enda verði verði efni fargað á viðurkenndan hátt.

Samþykkt samhljóða.

3.   2502018 - Stækkun á dæluskúr á Reykhólum, Orkubú Vestfjarða

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd felur byggingafulltrúa að vinna málið áfram að teknu tilliti til lóða, uppbyggingu kúalaugar og leita eftir umsögn frá Vegagerðinni.

Samþykkt samhljóða.

4.   2503012 - Kláfur upp á Eyrarfjall, Ísafirði umsagnarbeiðni

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd gerir ekki athugasemd við fyrirhugaða framkvæmd.

Samþykkt samhljóða.

5.   2007017 - DSK Kletts í Kollafirði – uppfært deiliskipulag vegna athugasemda Skipulagsstofnunar

Deiliskipulagstillaga lögð fram með lagfæringum (dags. 24.2.2025) vegna athugasemda Skipulagsstofnunar, sbr. afgreiðslubréf Skipulagsstofnunar dags. 8. janúar 2025. Skipulagsstofnun benti á að bregðast þyrfti við athugasemd í umsögn Vegagerðarinnar varðandi vegtengingu skipulagsvæðis við Vestfjarðaveg. Vegtenging að athafnalóðum hefur verið lagfærð og er ekki lengur beint inn á Vestfjarðaveg. Einnig kallaði Skipulagsstofnun eftir skýrari skilmálum um starfsemi á athafnalóðunum og samræmi við landnotkun skv. aðalskipulagi. Bætt hefur verið inn skýringum á starfsemi og byggingum á athafnalóðunum. Lóðirnar eru staðsettar á röskuðu, gróðursnauðu landi sem ekki telst mjög gott landbúnaðarland í flokki 1, en afmörkun landbúnaðarlands í flokki 1 á skýringarmynd aðalskipulagsins er grófflokkun og ekki nákvæm á þessum stað. Núverandi tengibrunnur og vatnsból hafa verið merkt betur inn á deiliskipulagsuppdrátt.

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna að nýju með ofangreindum lagfæringum.

Samþykkt samhljóða.

6.   2503002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi í Flatey - endurnýjun á lögnum – Olíudreifing

Erindi Olíudreifingar dags. 6. mars 2025 þar sem sótt er um um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á olíulögnum í tengslum við rafstöðvarhús Orkubús Vestfjarða í Flatey á Breiðafirði. Samhliða er óskað endurnýjunar dreifilagnar að fyrirhuguðum tengipunkti við húshlið. Umsókn fylgir hnitsettur afstöðuuppdráttur í mvk. 1:200 ásamt sniði af lagnaskurði og framkvæmdalýsingu. Olíulagnir verður plastlagnir í jörðu með tvöföldu byrði með spennujöfnun milli laga.

Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd frestar erindinu og felur skipulagsfulltrúa að afla frekari gagna.

 

7.   2503013 - Útlhutun leiguíbúða – Hellisbraut 66-68

Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefnd samþykkir að úthluta leiguíbúðum á eftirfarandi hátt: og fer samkvæmt reglum um úthlutun leiguíbúða:

66 a – Anna Margrét Tómasdóttir

66 b – Radia Mansri

68 a - Kristófer Hans Abbey og Sunneva Rún Hlynsdóttir

68 b – Hrafnkell Guðnason

Sveitarstjóra falið að ganga frá leigusamningum.

Samþykkt samhljóða.

MDS og HG viku af fundi undir þessum lið.

Mál til kynningar:

8.   Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 468

Lagt fram til kynningar.

9.   Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 469

Lagt fram til kynningar.

Önnur mál:

10.   2406019 - Valkostagreining Króksfjarðarnesi:

Kjartan Ragnarsson kynnti valkostagreiningu VSÓ vegna aðalskipulagsbreytingar í Króksfjarðarnesi. Nefndin felur KR að vinna drög að athugasemdum miðað við umræður á fundinum og leggja fyrir sveitarstjórn.

 

Fundi slitið 14:30