Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundargerð er rituð á tölvu og er 2 blaðsíður.
Formaður nefndarinnar bauð fólk velkomið. Hún kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá kannaði hún hvort fyrir fundinum lægju önnur mál. Engin önnur mál bárust. Þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. 2305006 - Deiliskipulag Hellisbraut, óveruleg breyting.
Lagt er fram breytt deiliskipulag íbúðarsvæði við Hellisbraut. Breytingin felur í sér að sameina raðhúsalóðir, Hellisbraut 58-64 er sameinuð í eina lóð og Hellisbraut 70-76 er sameinuð í eina lóð, einnig er fellt niður lágmarks nýtingahlutfall lóða úr skipulaginu. Að öðru leiti haldast skilmálar gildandi deiliskipulags.
Skipulagsnefnd samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi og felur skipulagsfulltrúa að senda tillöguna til Skipulagsstofnun og auglýsa breytinguna í B-deild Stjórnartíðinda skv. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Samþykkt samhljóða.
2. 2302007 – Embætti skipulags- og byggingafulltrúa.
2.1 Sameining skipulagsnefnda
Skipulagsfulltrúi fór yfir tillögur VSÓ varðandi sameiginlega skipulagsnefnd.
2.2 Embætti skipulags- og byggingafulltrúa.
Formaður fór yfir erindi sitt um styrkingu embætta skipulags- og byggingafulltrúa.
Umræður fór fram á fundinum um tillögurnar.
Farið yfir fundargerðina fundi slitið kl. 13.00
Fundargerði undirrituð með rafrænum hætti.