Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundargerð
Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,
Mánudaginn 21. ágúst 2023 kl. 15:00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru :
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður
Arnþór Sigurðsson, aðalmaður
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir,
Einnig sátu fundinn.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri
Grettir Ásmundsson, byggingafulltrúi
Ívar Þórðarson, slökkviliðsstjóri.
Fundargerð er rituð á tölvu og er 2 blaðsíður.
Formaður nefndarinnar bauð fólk velkomið. Hún kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir bárust. Þá kannaði hún hvort fyrir fundinum lægju önnur mál. Tvö mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. 2308008 - Deiliskipulag um iðnaðar- og hafnarsvæði á Reykhólum.
Lögð er fram niðurstaða verðkönnunar. Landmótun sendi inn tillögu
Skipulagsnefnd leggur til við sveitastjórn að taka tilboði Landmótunar og leggur áherslu á að vinnan við deiliskipulagið verði unnin samhliða niðurstöðum Yorthgroup er varðar hringrásarsamfélagið. Jafnframt telur nefndin mikilvægt að unnið verði samhliða að deiliskipulagi um iðnaðarsvæðið við Suðurbraut. Samþykkt samhljóða.
2. 2303002 - Reykjabraut 11, umsókn um byggingaleyfi, niðurstaða grenndarkynningar.
Lögð er fram athugasemd frá íbúa að Reykjabraut 13, dagsett þann 21. júní 2023.
Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að svara athugasemdum miðað við umræður á fundinum og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja byggingaleyfið. Samþykkt samhljóða.
3. 2308009 - Framkvæmdaleyfi, lagning háspennustrengs og ljósleiðara í Þorskafirði.
Erindi frá Orkubúi Vestfjarða.
Sveitarstjórn samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.
4. 2308004 - Strýta lóðarnr. 139757, lóðarleigusamningur.
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja lóðarleigusamninginn. Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar.
5. 2308010 - Viðbragðsáætlanir vegna mengunar í höfnum. Reykhólahöfn og Flateyjarhöfn.
Viðbragðsáætlanir lagðar fram og kynntar.
6. 2304006 - Fundargerð 454. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerð lögð fram og kynnt.
Önnur mál (ef einhver):
7. Ráðning verkefnisstjóra framkvæmda og uppbyggingar.
JÖE fór munnlega yfir með nefndinni að þrjár umsóknir hafi borist og verða tekin viðtöl við tvo aðila.
8. Lagning ljósleiðara í þorpið á Reykhólum.
IBE fór með nefndinni yfir niðurstöðu auglýsingar eftir aðilum til að byggja upp ljósleiðarkerfi á Reykhólum.
Engin svör bárust og telur nefndin því markaðsforsendur brostnar sem heimilar sveitarfélaginu að stíga inní verkefnið og framkvæma það sjálft.
Nefndin felur sveitarstjóra að hefja undirbúning að lagningu ljósleiðara í þéttbýlið Reykhóla. Samþykkt samhljóða.
Farið yfir fundargerð, fundi slitið kl. 17.10
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.