Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps
Fimmtudaginn 2. febrúar 2023 kl. 10.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru Jóhanna Ösp Einarsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir og Eggert Ólafsson varamaður í fjarveru Arnþórs Sigurðarsonar. Einnig sátu fundinn Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri og Árný Huld Haraldsdóttir oddviti sem ritaði fundargerð. Matthildur Elmarsdóttir frá Alta kom inn sem gestur á fundinn undir liðnum Aðalskipulag Reykhólahrepps.
Fundargerð er rituð á tölvu og er 3 blaðsíður.
Formaður nefndarinnar bauð fólk velkomið. Hún kannaði hvort einhverjar athugasemdir væru við fundarboð og fundargögn, engar athugasemdir voru gerðar. Þá spurði hún eftir öðrum málum á dagskrá, eitt mál barst og var samþykkt að taka það undir liðnum önnur mál.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnanefndar 28. nóvember 2022.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. Aðalskipulag Reykhólahrepps
Skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd afgreiddi tillögu að nýju aðalskipulagi Reykhólahrepps til samþykktar sveitarstjórnar á fundi sínum 3. 11. 2022. Sveitarstjórn samþykkti aðalskipulagið þann 9. 11 .2022 og það var í kjölfarið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar. Skipulagsstofnun sendi bréf og minnisblað dags. 8. 12. 2022 og benti á nokkur atriði sem þyrfti að lagfæra áður en unnt væri að staðfesta aðalskipulagstillöguna. Sveitarstjórn Reykhólahrepps fór yfir framangreint bréf og minnisblað á fundi þann 19. 12. 2022 og samþykkti svör við efnisatriðum, sbr. fundargerð og minnisblað með henni. Við þá afgreiðslu var samþykkt að kynna hagsmunaaðilum, í samræmi við ábendingu Skipulagsstofnunar, breytingar á frístundabyggðarsvæðum frá auglýstri aðalskipulagstillögu. Bréf dags. 22.12.2022 meðkynningargögnum um frístundabyggðarsvæði F-38, F-F40 og F-42, var sent til þeirra sem málið varðaði, þ.e. til landeigenda að Hafrafelli 1, Hafrafelli 3 og Hafrahlíð. Gefinn var athugasemdafrestur til 19. janúar 2023. Engar athugasemdir bárust.
Reykhólahreppi barst þann 10. janúar og 11. janúar 2023 erindi frá Sveini Borgari Jóhannessyni, einum eiganda Hyrningsstaða þar sem óskað er eftir að frístundabyggðarsvæði F-32 verði fellt út að því er tekur til Hyrningsstaða. Einnig barst þann 11. janúar bréf frá Helga Jenssyni, einum eiganda Berufjarðar, þar sem óskað er eftir að svæðið F-32 verði fellt út, en í erindinu komi fram að það nái bæði til lands Berufjarðar og Hyrningsstaða. Jafnframt kemur fram að ekki liggi fyrir deiliskipulag af svæðinu líkt og kemur fram í auglýstri aðalskipulagstillögu. Umrætt svæði (F-32) og skilmálar fyrir það var tekið óbreytt upp í nýtt aðalskipulag úr fyrra aðalskipulagi. Þar sem nú liggur ljóst fyrir að núverandi landeigendur óska ekki eftir frístundabyggðarsvæði á sínu landi þá samþykkir nefndin að fella svæðið út. Sú breyting frá auglýstri tillögu varðar ekki aðra en landeigendur, dregur úr umhverfisáhrifum aðalskipulagstillögunnar og breytir henni ekki í grundvallaratriðum sbr. 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd samþykkir tillögu að nýju Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2024 með þeim lagfæringum sem lýst er í fundargerð og minnisblaði sveitarstjórnar dags. 19. 12. 2023 og þessari fundargerð. Nefndin leggur til að sveitarstjórn samþykki aðalskipulagstillöguna svo lagfærða og sendi til staðfestingar Skipulagsstofnunar.
3. Starf skipulagsfulltrúa
Lagt fram minnisblað dagsett 30. Janúar 2023, sem sent er fyrir hönd Strandabyggðar, Dalabyggðar, Reykhólahrepps, Árneshrepps og Kaldrananeshrepps, um starf skipulags og byggingafulltrúa. Jafnframt er lagt fram minnisblað frá Arwa Alfadhil dagsett 31. Janúar 2023, en hún hefur sagt upp störfum. Óskað hefur verið eftir verðtilboðum í vinnu við að samræma störf skipulags- og byggingafulltrúa, ásamt því að aðstoða sveitarfélögin sem um ræðir í skipulagsmálum þar til ráðinn hefur verið skipulagsfulltrúi. Nefndin þakkar Arwa Alfadhil fyrir samstarfið og störf í þágu sveitarfélagsins.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að fela oddvita að vinna að og gefa út framkvæmdarleyfi fyrir Reykhólahöfn. Samþykkt samhljóða.
- Umsókn um breytingu á nýtingu
Lagt er fram erindi frá Guðrúnu Ágústsdóttur sem barst 3. janúar 2023.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að afgreiða málið, enda fellur húsið að byggingareglugerðum og skipulagi.
- Umsagnarbeiðni Mjólká
Lögð er fram skipulagslýsing Ísafjarðarbæjar, dagsett 10. janúar 2023, Mjólká-stækkun virkjunar og afhending grænnar orku.
Nefndin gerir ekki athugasemd við framlagða skipulagslýsingu. Samþykkt samhljóða.
Til kynningar:
- Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps
Húsnæðisáætlunin kynnt fyrir nefndinni. Samkvæmt miðspá húsnæðisáætlunar Reykhólahrepps verður uppsöfnuð húsnæðis þörf 8 íbúðir árið 2024 og 15 íbúðir eftir 5 ár verði ekkert að gert. Nefndin hvetur sveitarstjórn að leita leiða í að mæta brýnni þörf.
- Fundargerðir 448. og 449. fundar Stjórnar Hafnasambands Íslands
Fundargerðirnar kynntar fyrir nefndinni.
Önnur mál:
- Míla, ósk um niðurrif á tækjahúsi á landi Klukkufells.
Nefndin samþykkir erindið og felur byggingafulltrúa að afgreiða málið.
Fleira ekki gert.
Fundi slitið kl. 11:30.
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.