Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,
fimmtudaginn 8. febrúar 2024 kl. 10.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt: Jóhanna Ösp Einarsdóttir (JÖE), Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir (MDS) og Vésteinn Tryggvason (VT). Einnig sátu fundinn Hlynur Torfason, skipulagsfulltrúi (HT) og Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri (HG) og Grettir Örn Ásmundsson (GÖÁ).
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerðir skipulags- húsnæðis- og hafnanefndar 11. desember 2023 og 8. janúar 2024
Farið yfir fundargerðirnar og þær samþykktar.
Samþykkt samhljóða.
2. 2312006 – Hafnarslóð 221198, umsókn um byggingaleyfi, niðurstaða grenndarkynningar.
Engar athugasemdir bárust.
Byggingafulltrúa falið að vinna málið áfram skv. Fyrri bókun nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.
3. 2308008 – Deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði að Suðurbraut og hafnarsvæði Karlsey. Tillögur.
Skipulagsfulltrúi fór yfir tillögur frá Landmótun.
Nefndin vísar tillögunum til verkefnastjóra hringrásarsamfélags og verkefnastjóra framkvæmda og uppbyggingar til frekari vinnslu með hagaðilum og Landmótun. Skipulagsfulltrúa falið að kanna hvort þurfi að fara í breytingu á aðalskipulagi vegna Suðurbrautar.
Samþykkt samhljóða.
4. 2312021 – Kæra Gústafs J. Ólafssonar til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, niðurstaða.
Skipulagsfulltrúi fór yfir niðurstöðu Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála.
Úrskurðarnefndin vísaði málinu frá.
Lagt fram og kynnt.
5. Verkefnisstjóri framkvæmda og uppbyggingar, skýrsla.
Verkefnastjóri fór munnlega yfir skýrslu á fundinum.
Önnur mál:
Úthlutunarreglur fyrir íbúðir í Barmahlíð:
Verkefnastjóra framkvæmda og uppbyggingar falið að gera drög að úthlutunar reglum fyrir eldri borgara íbúðir í Barmahlíð, miðað við umræður á fundinum, og vísa því til sveitarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 10:44.