Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundargerð er rituð í tölvu og er tvær blaðsíður.
Formaður bauð fundamenn velkomna og óskaði eftir öðrum málum á dagskrá. Engin önnur mál bárust
og var þá gengið til dagskrár
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerðir skipulags- húsnæðis- og hafnanefndar 7. og 14. desember 2021.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. 1903004 - Breyting á Aðalskipulags Reykhólahrepps, vindorka í Garpsdal.
Lagt er fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis dagsett 28. desember 2021, þar
sem ráðuneytið leitar umsagnar sveitarfélagsins.
Skipulagsnefnd felur sveitarstjóra að vinna umsögn. Samþykkt samhljóða.
3. 2201003 - Endurskoðun Aðalskipulag Strandabyggðar, skipulagslýsing.
Lögð fram skipulagslýsing vegna endurskoðunar aðalskipulags Strandabyggðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við framlagða lýsingu. Samþykkt samhljóða. Nefndin
bendir á að gott væri að samræma göngu- og ferðaleiðir milli Reykhólahrepps og
Strandabyggðar.
4. 2201004 - Endurskoðun aðalskipulags Dalabyggðar, vinnslutillaga til umsagnar.
Lögð fram tillaga að endurskoðun aðalskipulags Dalabyggðar.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna. Samþykkt samhljóða.
5. 2201005 - Nýframkvæmda- og viðhaldsþörf hafna 2021 -2031, Hafnarsamband Íslands
Lagt fram og kynnt.
6. 2102009 - Fundargerð 440. fundar Hafnasambands Íslands, ásamt fylgiskjali.
Lagt fram og kynnt.
Önnur mál (ef einhver):
Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 10.40