Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,
þriðjudaginn 7. maí 2024 kl. 10.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður (JÖE).
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS).
Vésteinn Tryggvason, aðalmaður (VT).
Einnig sátu fundinn;
Grettir Ásmundsson, byggingafulltrúi.
Hlynur Torfason, skipulagsfulltrúi.
Hrafnkell Guðnason, verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.
Kjartan Ragnarsson, verkefnastóri hringrásarsamfélagsins.
Ívar Örn Þórðarson, slökkviliðsstjóri.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fund og spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð eða gögn fundarins, engin athugasemd barst. Formaður spurði eftir öðrum málum, 2 mál bárust og var samþykkt að taka þau fyrir undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar apríl 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. 2404003 -Deiliskipulag- breyting - Bygging raðhúss á Hellisbraut 66 og 68.
Lögð er fram tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi að Hellisbraut vegna lóða nr. 66 og 68 þar sem þær eru sameinaðar í eina raðhúsalóð sem fær númerið 66a – 68b
Skipulagsnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga 123/2010. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna tillöguna. Sveitarstjóra falið að auglýsa lóðina með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda. Samþykkt samhljóða.
3. 2405000– Hellisbraut 70 – 76, umsókn um byggingaleyfi.
Lögð er fram umsókn Búðinga ehf. um byggingu fjögurra íbúða raðhúss við Hellisbraut 70-76 auk teikninga.
Nefndin samþykkir umsóknina og felur byggingafulltrúa að gefa út byggingaleyfi til Búðinga ehf. vegna byggingar fjögurra íbúða raðhúss við Hellisbraut 70-76 samþykkt samhljóða.
Jafnframt er byggingafulltrúa falið að breyta húsnúmeri og götuheiti fasteignar að Hellisbraut 72 í Karlseyjarveg 4. Samþykkt samhljóða.
4. 2405001 - Þörungaverksmiðjan 2122533 - stöðuleyfi .
Lögð er fram umsókn Þörungaverksmiðjunnar hf. dagsett 30. apríl 2024 um stöðuleyfi fyrir vinnubúðir á lóð verksmiðjunnar í Karlsey. Um er að ræða þrjá gáma tímabilið 1. maí - 30 sept. 2024. Staðsetning skv. meðfylgjandi afstöðumynd.
Nefndin samþykkir umsóknina og felur skipulagsfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til Þörungaverksmiðjunnar vegna stöðu þriggja gáma á lóð verksmiðjunnar i Karlsey frá 1. maí -30. sept. 2024 skv. innsendri afstöðumynd. Samþykkt samhljóða.
5. 2405002 - Friðlýsing æðavarps í landi jarðarinnar Hvalláturs.
Lagt er fram erindi frá Sýslumanninum á Vestfjörðum dagsett 28. febrúar 2024 þar sem óskað er staðfestingar byggingafulltrúa á afstöðu jarðarinnar.
Nefndin felur byggingafulltrúa vinnslu erindisins. Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar:
6. 2405003 - Viljayfirlýsing um samræmt verklag sveitarfélaga í byggingarmálum.
Lögð er fram til kynningar viljayfirlýsing Samband íslenskra sveitarfélaga, Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, Ísland.is og Reykjavíkurborgar um samræmt verklag sveitarfélaga í byggingarmálum.
7. 2404009 - Svæðisskipulag Vestfjarða, skipulags- og matslýsing 2025 -2050.
Lagt er fram til kynningar, sveitarstjórn hefur þegar afgreitt málið.
Önnur mál:
8. 2405004 - Engjavogur 23, landnr. 237316, umsókn um byggingaleyfi.
Lögð er fram umsókn um byggingu fjögurra húsa á lóðinni skv. meðfylgjandi teikningum.
Nefndin felur byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra að fara yfir gögnin með tilliti til brunavarna. Samþykkt samhljóða.
9. 2306001 – Orkubú, rafstöð að Tröllenda, færsla gáms.
Nefndin telur tillögu að staðsetningu gáms ekki henta innan athafnasvæðis Tröllenda. Erindinu er hafnað samhljóða.
Fundi slitið kl. 11.00
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.