Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,
mánudaginn 12. ágúst 2024 kl. 11.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt:
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, formaður (JÖE), Vésteinn Tryggvason, (VT) Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir (MDS) boðaði forföll og ekki tókst að boða varamann í hennar stað.
Einnig sátu fundinn Hlynur Torfason (skipulagsfulltrúi) og Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri sem ritaði fundargerð.
Formaður bauð fólk velkomið og kannaði hvort fyrir lægju önnur mál. Engin mál bárust, var þá gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. 2406016 – Umhverfismatsskýrsla vegna vindorku á Garpsdalsfjalli, umsögn.
Lögð er fram tillaga að umsögn Reykhólahrepps um umhverfismatsskýrslu skv. 1. mgr. 23. gr. laga um umhverfismat framkvæmda og áætlana 111/2021.
Skipulagsnefnd samþykkir tillögu að umsögn og gerir hana að sinni. Nefndin leggur til við sveitarstjórnarstjórn að samþykkja einnig umsögnina. Samþykkt samhljóða.
2. 2406019 – Aðalskipulag Reykhólahrepps 2022 – 2034, breyting Króksfjarðarnes, skipulagslýsing.
Lögð fram til afgreiðslu lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 á Króksfjarðanesi og Geiradal, skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Markmið aðalskipulagsbreytingar er að staðsetja og marka stefnu um íbúðarbyggð og atvinnuuppbyggingu á svæðinu, svo sem ferðaþjónustu, sem nýti innviði og auðlindir á svæðinu.
Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja skipulagslýsinguna til kynningar, sbr. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga og senda hana til umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila. Skipulagsfulltrúa er falið að kynna skipulagslýsinguna og senda til umsagnar.
3. 2408001 - Umsókn um byggingarlóð
Lögð er fram umsókn um byggingalóð að Reykjarbraut 6 frá Natascha Harsch.
Skipulagsnefnd felur verkefnastjóra uppbyggingar og framkvæmda að aðstoða umsækjenda með næstu skref. Jafnframt felur skipulagsnefnd verkefnastjóra og skipulagsfulltrúa að undirbúa breytingu á stærð lóðar ásamt grenndarkynningu.
Samþykkt samhljóða.
4. 2408002 - Úthlutun íbúðar
Fyrir liggur úthlutun á 30 fm íbúð á neðri hæð Skólabraut 1.
Nefndin samþykkir að úthluta íbúðinni til Birthe Daber.
Samþykkt samhljóða.
5. 2408003 - Umsögn um aðalskipulag Strandabyggðar 2021- 2033.
Lögð er fram tillaga að Aðalskipulagi Strandabyggðar 2021 -2033 á vinnslustigi.
Skipulagsnefnd gerir ekki athugasemdir við tillöguna. Samþykkt samhljóða.
Til kynningar:
6. 2408004 - Leiðbeiningar fyrir stjórnendur farþegaskipa sem koma til Íslands
Lagt fram til kynningar.
7. 2408005 - Breytingar á húsaleigulögum 36/1994.
Lagt fram til kynningar.
Farið yfir fundargerðina.
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.