Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,
Mánudaginn 9. sept. 2024, kl. 1400.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt: Herdís Erna Matthíasdóttir, Jóhanna Ösp Einarsdóttir (formaður) og Vésteinn Tryggvason. Einnig sat fundinn Hrafnkell Guðnason sem ritaði fundargerð.
Formaður setti fundinn og spurði eftir öðrum málum á dagskrá, engin mál bárust og þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar 08.2024
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. 2409002 - Umsókn um byggingarleyfi Reykjabraut 6 , Natascha Harsch
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi. Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefnd felur byggingafulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar öll gögn og niðurstaða grenndarkynningar liggja fyrir.
Samþykkt samhljóða.
3. 2409003 - Kvígindisfjörður 139635,
Málið lagt fram og kynnt.
Skipulags-, húsnæðis og hafnarnefnd felur byggingafulltrúa og skipulagsfulltrúa að vinna málið áfram.
Samþykkt samhljóða.
Fundi slitið klukkan 14:21