Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,
þriðjudaginn 14. október 2024 kl. 14.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mættir: Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Vésteinn Tryggvason. Einnig sátu fundinn Hrafnkell Guðnason og Hlynur Torfason. Margrét Dögg mætti ekki og ekki tókst að boða varamann í hennar stað.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar september 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
2. 2007017 - Deiliskipulagstillaga fyrir frístundabyggði í landi Kletts. 200Afgreiðsla eftir auglýsingu - tillagan hefur verið uppfærð m.t.t. umsagna.
Deiliskipulagstillaga lögð fram til samþykktar eftir auglýsingu samkvæmt 3 mgr. 41. gr skipulagslaga. Umsagnir bárust og hefur tillagan verið lagfærð með tilliti til þeirra.
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja tillöguna.
Samþykkt samhljóða.
3. 2409003 - Kvígindisfjörður - óverluleg breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi. Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd samþykkir breytingu á deiliskipulagi og telur hana falla undir óverulega breytingu deiliskipulags. Nefndin felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna breytinguna fyrir landeigendum.
Samþykkt samhljóða.
4. 2406019 - Breyting á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 – Króksfjarðarnes – yfirferð athugasemda úr skipulagsgátt og næstu skref
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd hefur farið yfir framkomnar athugasemdir og þakkar fyrir gagnlegar ábendingar. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að gera verðkönnun og fá skipulagsráðgjafa til að vinna tillögu að aðalskipulagsbreytingu.
Samþykkt samhljóða.
5. 2410006 - Veðurstofa Íslands – ósk um leyfi til uppsetningar á mælibúnaði í Reykhólahöfn
Erindi frá veðurstofu Íslands dagsett 23. september 2024. Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd tekur vel í erindið og felur verkefnastjóra að vinna málið áfram með tilliti til yfirstandandi deiliskipulagsvinnu og samráði við hagaðila.
Samþykkt samhljóða.
6. 2405003 - HMS – Samstarf um stafræn byggingarleyfi
Erindi frá HMS dagsett 25. September 2024. Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd fagnar þeirri vinnu sem hefur átt sér stað varðandi stafræn byggingarleyfi. Nefndin felur byggingafulltrúa fylgja málinu eftir þegar þar að kemur.
Samþykkt samhljóða.
7. 2411003 - Endurskoðuð áætlun Reykhóla- og Flateyjarhafnar um móttöku og meðhöndlun úrgangs og farmleifa.
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd samþykkir áætlunina fyrir sitt leiti.
Samþykkt Samhljóða.
8. 2411004 - Val fulltrúa á Hafnarsambandsþing 2024
Nefndin leggur til að Ingibjörg Birna Erlingsdóttir fari á þingið, en leggur til að Hrafnkell Guðnason sé varamaður hennar komist hún ekki.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar:
9. 2411005 - Bréf til fjármála- og efnahagsráðherra – Afnám tollfrelsis á skemmtiferðaskip
Lagt fram til kynningar.
10. 2403003 - Fundargerð stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 465
Lagt fram til kynningar.
Önnur mál:
2407001 - Hafrahlíð - afgreiðsla vegna lögheimilisskráningar:
Byggingafulltrúa falið að breyta skráningu í samræmi við landnotkun í aðalskipulagi.
Samþykkt samhljóða.
Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 14:52.