Skipulags- hafnar- og húsnæðisnefnd
Fundur í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd Reykhólahrepps,
miðvikudaginn 13. nóvember 2024 kl. 14.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt: Herdís Matthíasdóttir (kom inn sem varamaður) Margét Dögg Sigurbjörnsdóttir og Vésteinn Tryggvason (á Teams), Einnig sátu fundinn Hlynur Torfason skipulagsfulltrúi (á Teams) og Grettir Ásmundarson byggingafulltrúi (á Teams) og Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri sem einnig ritaði fundargerð. Kjartan Ragnarsson verkefnastjóri var gestur á fundinum undir lið 1, mál til kynningar.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Fundargerð skipulags- húsnæðis- og hafnarnefndar október 2024.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt.
Samþykkt samhljóða.
2. 2411005 - Kambur, umsókn um byggingaleyfi fyrir gestahúsi
Lögð fram umsókn frá Karli Kristjánssyni um byggingaleyfi fyrir gestahúsi á Kambi.
Samþykkt samhljóða.
3. 2411011 - Hellisbraut - umsókn um byggingalóð – óveruleg breyting á deiliskipulagi
Lögð er fram umsókn frá Helga H Bentssyni um byggingalóð við Hellisbraut ásamt hugmyndum hans um byggingu parhúss.
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd samþykkir úthlutun lóðar við Hellisbraut 78 og felur skipulagsfulltrúa að gera breytingu deiliskipulagi sem fellur undir 2. málsgrein 43 gr. skipulagslaga 123/2010 um óverulega breytingu á deiliskipulagi og grenndarkynna þær breytingar.
Samþykkt samhljóða.
4. 2406019 – Þörungaverksmiðjan – umsókn um framlengingu stöðuleyfis
Sótt er um framlengingu á stöðuleyfi vinnubúða í Karlsey til loka júní 2025.
Samþykkt samhljóða.
5. 2411002 - Umsókn um framkvæmdaleyfi frá Orkubúi Vestfjarða vegna hitaveitulagnar
Lögð fram gögn frá Orkubúi Vestfjarða vegna hitaveitulagnar meðfram Karlseyjarvegi. Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi samkvæmt 15 gr. skipulagslaga nr 123/2010.
Samþykkt samhljóða.
6. 2411012 - Umsókn Vegagerðarinnar um aukningu á efnistöku úr E6 við Klettsháls
Skipulags-, húnsæðis- og hafnarnefnd leggur til að sveitarstjórn Reykhólahrepps geri óverulega breytingu á aðalskipulagi 2022-2034 samkvæmt 2. málsgrein 36. greinar skipulagslaga 123/2010 vegna aukins efnismagns úr námu E6 við Klettsháls.
Samþykkt samhljóða.
7. 2305005 Vegagerðin – umsókn um breytingu á efnistöku við Fjarðarhornsá
Lögð fram umsókn frá Vegagerðinni um framkvæmdaleyfi samkvæmt 13. gr. skipulagslaga 123/2010 um efnistöku úr Fjarðarhornsá.
Samþykkt Samhljóða.
Mál til kynningar:
1. 2411005 - Erindi frá eigendum Hótels Flateyjar, ósk um afstöðu vegna hugmynda um stækkun hótelsins
Skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd hefur farið yfir meðfylgjandi gögn og tekur vel í erindið.
Nefndin leggur til að skipulagsfulltrúi og verkefnastjórar sveitarfélagsins ásamt sveitarstjórn skoði með umsækjendum hvernig hugmyndir þeirra falla að gildandi deiliskipulagi og verndaráætlun í byggð sem gildir í Flatey.
Farið yfir fundargerðina, fundi slitið kl. 15:40.