Stjórn hjúkrunarheimilisins Barmahlíðar
Fundur í stjórn Barmahlíðar.
Fimmtudaginn 6. júní 2023 kl. 13.00
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið, Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt: Árný Huld Haraldsdóttir, Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, Vilberg Þráinsson.
Einnig sátu fundinn Steinunn Agnarsdóttir hjúkrunarforstjóri og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri.
Gestir á fundinum voru fulltrúar frá stjórn Silfurtúns og sveitarstjóri Dalabyggðar.
Fundargerðin er rituð í tölvu og er 2 blaðsíður.
Árný Huld bauð fólk velkomið og spurði eftir öðrum málum á dagskrá, eitt mál barst og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Mál til afgreiðslu:
1. Stjórnin skiptir með sér verkum.
Árný Huld Haraldsdóttir kjörin formaður nefndarinnar og Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir kjörin varaformaður. Samþykkt samhljóða.
2. Tilboð í kaup á sérútbúnum hjólastólabíl.
Lagt er fyrir stjórn tilboð aðila til Barmahlíðar um kaup á sérútbúinni bifreið.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skoðað verði hvort bifreiðin henti Barmahlíð. Hjúkrunarforstjóri kortleggi þörfina fyrir heimilið. Samþykkt samhljóða.
3. Staða Barmahlíðar.
Hjúkrunarforstjóri fór yfir stöðuna á heiminu.
Staða sumarsins er góð hvað varðar mönnun.
Nýting rýma er góð og var heimilið fullnýtt síðasta ár. Til stendur nokkurt viðhald á þessu ári á herbergjum og matsal.
Önnur mál:
4. Úthlutnarreglur íbúða í Barmahlíð.
Lögð er fram tillaga frá húsnæðisnefnd hvort tilefni sé til þess að breyta úthlutunarreglum vegna íbúða í Barmahlíð sem tilheyra Leigufélaginu en starfsfólk Barmahlíðar og aldraðir hafa forgang að.
Stjórnin leggur til að 7. gr. reglnanna verði eftirfarandi;
Núverandi texti.
Íbúðir á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð, eru leiguíbúðir ætlaðar starfsfólki
hjúkrunarheimilisins og öldruðum. Forgang að leiguíbúðum hafa starfsmenn þessara stofnana og aldraðir sem hafa náð 60 ára aldri og eiga lögheimili í Reykhólahreppi.
Tillaga að breyttum texta.
Íbúðir á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Barmahlíð, eru leiguíbúðir ætlaðar starfsfólki
sem starfar innan Barmahlíðar og öldruðum. Forgang að leiguíbúðum hafa starfsmenn þessara stofnana og aldraðir sem hafa náð 60 ára aldri og eiga lögheimili í Reykhólahreppi. Taka skal tillit til mönnunar á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu.
Samþykkt samhljóða.
Farið yfir fundargerð, fundi slitið kl. 14.00
Fundargerð undirrituð með rafrænni undirritun.