Sveitarstjórn
Fundargerðin er rituð á tölvu og er þrjár síður.
Oddviti bauð fólk velkomið, óskaði eftir öðrum málum á dagskrá, samþykkt var að taka
málefni Grettislaugar undir liðnum önnur mál. Oddviti kannaði hvort
athugasemdir væru við fundarboðið. Engar athugasemdir voru gerðar við fundarboðið. Þá
var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
1. 475. Fundur sveitarstjórnar 13. janúar 2022
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. Skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 7. febrúar 2022.
Formaður fór yfir fundargerðina.
2.1 2201012 – Umsókn um stofnun vegsvæðis í landi Kinnarstaða.
Sveitastjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt með tveimur atkvæðum, II og KK
sátu hjá.
2.2 2111007 - Endurnýjun á Reykhólahöfn, zinkvörn á stálþilsbryggju.
Sveitarstjórn samþykkir að verja allt að kr. 1.5 millj. í hlut á móti Vegagerðinni í zinkvörn
á nýja stálþilsbryggju. Fjármagnað af eigin fé sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.
Mál til afgreiðslu
1. 2202006 – Stofnun Þörungamiðstöðvar Íslands á Reykhólum.
Lögð er fram samþykkt fyrir Þörungamiðstöð Íslands hf., stofnsamningur og tilkynning
um stofnun hlutafélags og fundargerð stofnfundar frá 2. febrúar 2022, auk
verkefnisáætlunar um stofnun og mótun starfsemi félagsins.
Einnig eru lagðar fram viljayfirlýsingar Matís og Hafrannsóknarstofnunar um samstarf í
rannsóknum á vegum Þörungamiðstöðvarinnar.
Þörungamiðstöð Íslands er ætlað að vera hlutafélag með lögheimili í Reykhólahreppi í
eigu Þörungaverksmiðjunnar hf. og Reykhólahrepps sem og fleiri aðila. Samkvæmt
drögum að stofnsamningi er tilgangur félagsins m.a. að stuðla að aukinni þekkingu og
safna í þekkingarbanka um öflun og nýtingu sjávarþörunga við Ísland, bæði ræktaðra og
villtra, stunda rannsóknir með áherslu á sjávarþörunga, vera í samstarfi við
rannsóknarstofnanir og fyrirtæki, veita þjónustu til rannsóknarstofnana og fyrirtækja taka
þátt í mennta- og fræðastarfi, efla ræktun þörunga og þróa afurðir úr þeim til að auka
verðmætasköpun úr þessu sjávarfangi um leið og stuðlað er að fjölbreyttari atvinnu í
Reykhólahreppi.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkir formlega stofnaðild að Þörungamiðstöð Íslands
hf. á Reykhólum og leggur fram 3 millj. stofnfé til miðstöðvarinnar, þegar er gert ráð fyrir
því fjármagni á fjárhagsáætlun ársins 2022. Sveitarstjórn samþykkir einnig formlega
Ingibjörgu Birnu Erlingsdóttur sem aðalmann í stjórn félagsins og Árnýju Huld
Haraldsdóttur sem varamann hennar. Samþykkt samhljóða.
2. 2202003 - Stofnun húsnæðissjálfseignarstofnunar landsbyggðarinnar.
Markmið fyrirhugaðs félags verður að stuðla að uppbyggingu og framboði á almennum
íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins. Gert er ráð fyrir því að öll sveitarfélög utan
höfuðborgarsvæðisins geti lagt íbúðir inn í félagið eða tekið þátt í uppbyggingu.
Markmiðið er að ná fram stærðarhagkvæmni sem næst ekki með litlum hses. félögum
sem eiga aðeins fáar íbúðir.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkir að vera stofnandi fyrirhugaðrar
húsnæðissjálfseignarstofnunar. Sveitarstjórn samþykkir að leggja fram kr. 100 þús. í
stofnfé. Sveitarstjóra falið að taka þátt í stofnfundi fyrirhugaðrar
húsnæðissjálfseignarstofnunar og undirrita stofnskjöl fyrir hönd sveitarfélagsins.
Samþykkt samhljóða.
3. 2101003 - Brunavarnaráætlun Dala, Reykhóla og Stranda 2022 – 2026. Drög að
áætlun og framkvæmdaráætlun.
Lögð eru fram drög að brunavarnaráætlun Dala, Reykhóla og Stranda 2022 – 2026
ásamt framkvæmdaáætlun vegna sömu ára.
Sveitarstjórn fór yfir drögin, sveitarstjórn fer fram á að framkvæmdaáætlun fylgi
samþykktri fjárhagsáætlun sveitarfélagsins.
4. 2112002 - Aðgengisfulltrúar og fjárstuðningur til úrbóta í aðgengismálum.
Lögð er fram samstarfsyfirlýsing Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytis vegna
Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, félagsmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og
Öryrkjabandalags Íslands. Um er að ræða hvatningu til sveitarfélaga um að vinna
markvisst að úrbótum í aðgengismálum, skipun aðgengisfulltrúa.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að koma með tillögu um starf aðgengisfulltrúa fyrir næsta
fund sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða.
5. 2202004 - Cycling Westfjords, styrkur vegna upplýsingakorts.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu. Kostnaður sveitarfélagsins er kr. 12
þús. Samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu II.
Mál til kynningar
1. 2202005 – Króksfjarðarnes, girðing.
Lagt er fram erindi frá Jóni Guðna Kristinssyni dags. 4. febrúar 2022, þar sem hann
óskar stuðnings frá sveitarfélaginu vegna beiðni hans um að Vegagerðin girði af fremsta
hluta Króksfjarðarness, sem er í eigu Jóns Guðna, vegna ágangs sauðfjár.
Sveitarstjórn er hlynnt því að halda fé af vegum og tekur því jákvætt í erindið.
2. 2112005 – Kaup Reykhólahrepps á íbúð Brynju hússjóðs í Barmahlíð.
Gerð er grein fyrir kaupum á fasteigninni af Brynju hússjóði Öryrkjabandalagsins.
Kaupverð var 5,68 millj.
Lagt fram og kynnt.
3. 2108018 – Kaup Reykhólahrepps á slökkvibifreiðinni PU530.
Gerð er grein fyrir kaupum á slökkvibifreiðinni PU530 af DAGA Fire & Rescue ehf.
Kaupverð var 8.9 millj. án vsk.
Lagt fram og kynnt.
4. 2202001 - Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélag 905. og 906. fundur.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar.
5. 2103017 - Stjórn Vestfjarðarstofu 37.- 43. fundur og starfsáætlun fyrir árið 2022.
Fundargerðir lagðar fram til kynningar ásamt starfsáætlun fyrir árið 2022.
Önnur mál:
6. Framkvæmdir við Grettislaug.
Fulltrúar í nefnd um framkvæmdir við Grettislaug mættu á fundinn og fóru yfir tillögur
sem komnar eru fram. Rætt var um næstu skref.
Fundargerð samþykkt með rafrænni undirritun.