Fara í efni

Sveitarstjórn

494. fundur 08. júní 2023 kl. 13:00 - 15:55 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ) boðaði forföll
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri (IBE)
  • Jóhann Þórðarson endurskoðandi undir lið 1 á málum til afgreiðslu.
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

Oddviti bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundaboðun. Engar athugasemdir komu fram. Þá óskaði oddviti eftir öðrum málum á dagskránna. Eitt mál barst, samþykkt að taka málið undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.  Mennta og menningarmálanefnd 8. júní 2023.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

 1.1   Umsókn um nám í skóla utan lögheimilissveitarfélags.

Sveitarstjórn samþykkir umsóknina samhljóða.

VÞ vék af fundi.

 1.2  Skólaakstur skólaárið 2023-2024, aukning.

Sveitarstjóra falið að ræða við skólabílstjóra varðandi stækkun á skólabíl fyrir næsta vetur. Samþykkt samhljóða.

VÞ kom aftur inn á fund.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 2.   Skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 8. júní 2023.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

2.1. 2305006 – Deiliskipulag Hellisbraut, óveruleg breyting.

Sveitarstjórn samþykkir óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Hellisbraut. Breytt skipulag verði birt í B-deild Stjórnartíðinda og sent Skipulagsstofnun skv. 43. gr. Skiplagslaga nr 123/2010. Samþykkt samhljóða.

2.2 2302007 - Embætti skipulags- og byggingafulltrúa.

2.2.1 Sameining skipulagsnefndar.

JÖE fór yfir tillögur VSÓ.

Sveitarstjórn tekur vel í að samræma verkferla, einfalda þjónustukerfi og auka skilvirkni embættanna.

Mikil uppbygging er fyrirhuguð í sveitarfélaginu, sem felur í sér vinnu við aðal- og deiliskipulag, sveitarstjórn telur mikilvægt að sú vinna sé unnin í nærsamfélaginu. Sveitarstjórn samþykkir því ekki sameiningu skipulagsnefnda fyrir sitt leiti. Samþykkt samhljóða.

2.2.2 Embætti skipulags- og byggingafulltrúa.

JÖE fór yfir erindið og lagði fram tillögu.

Sveitarstjóra sé falið að búa til starfslýsingu fyrir verkefnastjóra framkvæmda og leggi fram á næsta sveitarstjórnarfundi. Hlutverk verkefnastjóra væri meðal annars að undirbúa mál sem heyra undir skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefnd í samvinnu við skipulags- og byggingafulltrúa. Undirbúningur og eftirlit með framkvæmdum sveitarfélagsins, taka við erindum við íbúum og yfirmönnum stofnana og fylgja eftir ákvörðunum sveitarstjórnar varðandi framkvæmdir.

Sveitarstjórn samþykkir tillöguna samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

3.   Dreifbýlisnefnd 8. maí 2023.

Dreifbýlisnefnd leggur til að leitardagar verði eftirfarandi:
Svæði 1-2; Kleifar og frá Brekkuá að Króksfjarðarnesi og Króksfjarðarnes - 22.-24. september
Svæði 3-7; Frá Geiradal að Naðurdalsá og Borgarland verði leitað 15.-17. Sepember
Svæði 8-14; Frá Naðurdalsá að Skálanesi 8.-10. september
Svæði 15-17; Kálfadalur, Eyri, Klettur, Seljaland, Fjarðarhorn verði leitað 1.-3. september.
Þorskafjarðarheiði og norðan Reiphólsfjalla verði leitað frá og með þeim tíma einnig eftir því sem veður leyfir.
Svæði 18; Múlasveit verði leituð eftir ákvörðun leitarstjóra.

Mál til afgreiðslu

1.  2305001 - Ársreikningur Reykhólahepps og stofnanna hans 2022, fyrri umræða.

Lagður er fram ársreikningur Reykhólahrepps og stofnanna hans fyrir árið 2022. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 740,5 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 599,9 millj. kr.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,52%, sem er lögbundið hámark þess. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki nam 0,5% sem er lögbundið hámark þess, í B-flokki nam álagningarhlutfall 1,32% sem er lögbundið hlutfall og í C-flokki nam álagningarhlutfallið 1,65% sem er lögbundið hámark þess með álagi.

 

Rekstrarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt ársreikningi A og B hluta var jákvæð um 82,3 millj. kr., en rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 61,9 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi.

 

Heildareignir sveitarfélagsins námu 838,6 millj. kr. og heildarskuldir 232,7 millj. kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 605,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 490,9 millj. kr.

 

Jóhann Þórðarson endurskoðandi fór yfir ársreikninginn með sveitarstjórn. Sveitarstjórn vísar ársreikningi til síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.

 

Farið yfir fundargerðina og fundi slitið kl. 15.55

Fundargerðin undirrituð með rafrænum hætti.