Fara í efni

Sveitarstjórn

489. fundur 08. febrúar 2023 kl. 16:00 - 17:40 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
  • Jóhann Þórðarson endurskoðandi
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

 

489.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 8. febrúar 2023, kl. 16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Mætt eru:

Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH),

Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE),

Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ),

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð og er hún 3 blaðsíður.

Jóhann Þórðarson endurskoðandi kom inn sem gestur á fundinum undur liðnum

Ársreikningur.

Oddviti bauð fólk velkomið á fundinn og kannaði hvort einhver væri með önnur mál á

dagskrá. Eitt mál barst og samþykkt að taka það undir liðnum önnur mál. Oddviti spurði hvort

einhver hefði athugasemdir við fundarboð eða fundargögn.

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS) mætti kl. 16:25.

Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ) mætti kl. 16:40.

Oddviti vill ítreka að sveitarstjórn beri skylda til að taka þátt í sveitarstjórnarfundi samkv. 19.

í samþykkt sveitarstjórnar Reykhólahrepps. Einnig að sveitarstjórnarfólk boði forföll á

lögboðna sveitarstjórnarfundi sjái þau fram á að forfallast svo hægt sé að boða varamenn á

fund líkt og kveðið er á um í 24. gr. í samþykktum sveitarstjórnar Reykhólahrepps.

Dagskrá:

 

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

 

1.  488. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, 11. janúar 2023.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.  Fundargerð skipulags-, húsnæðis- og hafnanefndar 2. febrúar.

2.1. 2004013 - Aðalskipulag Reykhólahrepps

Lögð fram að nýju tillaga að Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2034 ásamt tilheyrandi

umhverfismatsskýrslu, með lagfæringum og breytingum í samræmi við afgreiðslu skipulags-,

húsnæðis- og hafnarnefndar þann 2. febrúar sl.

Sveitarstjórn samþykkir með vísan í 32. gr. skipulagslaga og 16. gr. laga um umhverfismat

framkvæmda og áætlana, tillögu að nýju Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2022-2024 með

þeim lagfæringum sem lýst er í fundargerð og minnisblaði sveitarstjórnar þann 19. desember

2023 og fundargerð skipulags-, húsnæðis og hafnarnefndar þann 2. febrúar 2023.

Þeim sem gerðu athugasemdir við auglýsta aðalskipulagstillögu verða send svör

sveitarstjórnar og niðurstaða sveitarstjórnar verður auglýst sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.

Endanleg áætlun verður jafnframt kynnt umsagnaraðilum í samræmi við 3. mgr. 16. gr. laga

um umhverfismat framkvæmda og áætlana.

Samþykkt samhljóða.

2.2. 2302007 - Starf skipulagsfulltrúa

JÖE víkur af fundi.

Oddviti leggur til að Jóhanna, formaður skipulags-, húsnæðis- og hafnarnefndar, fá greidd

20% laun í febrúar vegna vinnu við samræmingu starfs skipulagsfulltrúa auk vinnu við að

koma verkefninu “Hringrásarsamfélagið Reykhólahreppur” af stað. Launin verði greidd af

launum sem áætluð eru vegna starfs verkefnastjóra Hringrásarsamfélagsins.

Samþykkt samhljóða.

JÖE kemur aftur inn á fund.

2.3. 2212006 - Húsnæðisáætlun Reykhólahrepps

Sveitarstjórn felur sveitarstjóra, ásamt oddvita og varaoddvita að leita leiða til að mæta

brýnni þörf á húsnæði í sveitarfélaginu í samræmi við húsnæðisáætlun.

Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

Mál til afgreiðslu

 

1.  2302008 - Ársreikningur

Jóhann fór yfir lögbundna yfirferð í tengslum við gerð ársreiknings sveitarfélagsins.

2.  2302001 - Starf sveitarstjóra

Sveitarstjóri er í 50% veikindaleyfi í febrúar, hún er við störf alla jafna frá 10-14 alla virka daga.

ÁHH víkur af fundi.

Varaoddviti leggur til að oddviti sinni 50% afleysingu sveitarstjóra í febrúar og fái greidd

staðgengislaun eftir því.

Samþykkt samhljóða.

ÁHH kemur aftur inn á fund.

Mál til kynningar

 

1.  2302009 - Boðun XXXVIII. landsþings sambands íslenskra sveitarfélaga

Bréfið kynnt sveitarstjórn.

2.  23020050 - Fundargerð Heilbrigðisnefndar Vestfjarða, ársreikningur og

greiðsluyfirlit.

Fundargerð kynnt, farið yfir greiðsluyfirlit og ársreikning.

3.  2302010 - Fundargerðir 47., 48. og 49. stjórnarfunda VFS og FV.

Fundargerðirnar kynntar.

4.  2302011 - Fundargerðir 917 og 918 stjórnar Sambands Íslenskra sveitarfélaga.

Fundargerðirnar kynntar.

5.  2302012 - Mál E-298/2020 - Þingbók

 

Niðurstaða í máli Tryggva Harðarsonar gegn Reykhólahreppi kynnt fyrir sveitarstjórn.

Í fyrirtöku málsins í héraðsdómi Vesturlands fór Tryggvi fram á að málið yrði fellt niður og

samþykkti sveitarfélagið þá beiðni. Rekstri málsins fyrir dómstólnum er því lokið.

Önnur mál:

 

1.  Bréf frá Réttindagæslumanni fatlaðs fólks.

Farið yfir efni bréfs dagsett 8. febrúar 2023.

Sveitarstjóra og oddvita falið að vinna að málinu, miðað við umræður á fundinum, í samráði

við Félagsþjónustu Reykhóla og Stranda og veita svar við bréfinu.

Samþykkt samhljóða.

 

Ekki fleira gert.

Fundi slitið kl. 17:40.

Fundargerðin er undirrituð með rafrænum hætti.