Sveitarstjórn
Fundargerð - aukafundur
490. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,
miðvikudaginn 22. febrúar 2023, kl.17.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mættar eru:
Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti (ÁHH)
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti (JÖE)
Hrefna Jónsdóttir, aðalmaður (HJ)
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)
Rebekka Eiríksdóttir, varamaður (RE) í fjarveru Vilbergs Þráinsson.
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri sat einnig fundinn.
Fundargerð rituð á tölvu og er 3 blaðsíður
Oddviti bauð fólk velkomið á fundinn og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboð og
fundargögn. Oddviti kannaði hvort önnur mál væru á dagskrá, tvö mál bárust og var
samþykkt að fjalla um þau undir liðnum “önnur mál".
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
1. 489. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, 8. febrúar 2023.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu
1. 2211016 - Velferðarþjónusta á Vestfjörðum - Tillaga starfshóps um samstarf í
velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum.
Á 67. Fjórðungsþingi Vestfirðinga sem haldið var 8.-10. september sl. var ákveðið að skipa
starfshóp um aukið samstarf í velferðarþjónustu á Vestfjörðum vegna breytinga á lagaumhverfi
í barnaverndarmálum og eru tillögur starfshópsins nú lagðar fyrir sveitarstjórnir á Vestfjörðum.
ÁHH leggur til að sveitarstjórn Reykhólahrepps geri bókun Vesturbyggðar dags. 15. febrúar
að sinni með smávægilegum breytingum:
“Sveitarstjórn Reykhólahrepps tekur vel í tillögu um að samningur verði gerður við
Ísafjarðarbæ um að vera leiðandi sveitarfélag vegna barnaverndarþjónustu og þjónustu við
fatlað fólk. Sveitarstjórn telur að breytingin á starfseminni geti bætt þjónustu við íbúa og nýtt
mannauð og fagþekkingu starfsfólks sveitarfélaganna betur. Sveitarstjórn leggur áherslu á
að um mikilvæga þjónustu er að ræða í starfi sveitarfélaga og varðar íbúa sveitarfélagsins
beint. Leiðandi sveitarfélag verður að geta þjónað íbúum vel á hagkvæman og skilvirkan hátt
innan ramma laganna. Sveitarstjórn leggur áherslu á að verklag, verkferlar og umsýsla í
tengslum við málaflokkana sé eins skýr og auðið er við upphaf þjónustunnar, sem og
aðkoma aðildar sveitarfélaganna. Enn fremur telur sveitarstjórn mikilvægt að samningurinn
milli sveitarfélaganna verði endurskoðaður innan árs frá gildistöku hans og að aðkoma allra
aðildar sveitarfélaga verði tryggð að þeirri vinnu.”
Sveitarstjórn samþykkir að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um sérhæfða
velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem Ísafjarðarbær mun taka að sér að vera leiðandi
sveitarfélag. Með sérhæfðri velferðarþjónustu er átt við framkvæmd og rekstur
barnaverndarþjónustu sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002 og þjónustu við fatlað fólk skv.
lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og lögum um
félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að samningi
um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig
hafa samþykkt umrætt samstarf. Sveitarstjóra er einnig falið að undirrita samninginn að
lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða
Málinu er vísað til síðari umræðu í sveitarstjórn.
2. 2302019 - Reglur um útleigu á íþróttahúsi og umgengnisreglur.
ÁHH leggur fram endurskoðaðar reglur um útleigu á íþróttahúsi, sem og umgengnisreglur í
íþróttahúsi.
Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
1. 2208006 - Starf leiðtoga hringrásarsamfélags.
JÖE fer yfir með sveitarstjórn hvernig málin ganga og kynnir umsóknir sem hafa borist vegna
starfsins. Ráðið verður í starfið fljótlega og munu sérfræðingar Vestfjarðastofu aðstoða
Reykhólahrepp við ráðningarferlið.
2. 2203006 - Breiðafjarðarnefnd - Fundargerð 211.
Fundargerð nefndarinnar kynnt.
3. 2302010 - Fundargerðir 50. og 51. stjórnarfunda VFS og FV.
Fundargerðir nefndarinnar kynntar.
4. 2302020 - Lánasjóður sveitarfélaga - tilnefningar í stjórn.
Efni í pósti frá Lánasjóði sveitarfélaga kynnt og varðar tilnefningar í stjórn sjóðsins.
Önnur mál:
1. 2212004 – Fyrirkomulag skipulags- og byggingamála.
Farið yfir tilboð til aðstoðar við að móta starfsumhverfi skipulags- og byggingafulltrúa og að
taka að sér tímabundið hlutverk skipulagsfulltrúa.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps samþykkir tilboð frá VSÓ ráðgjöf vegna verkefnisins.
Samþykkt samhljóða.
2. 2302021 - Styrkbeiðni frá Ungmennafélaginu Aftureldingu
Styrkbeiðni frá Ungmennafélaginu Aftureldingu vegna kaupa á geymslu vegna tækjakaupa,
til að hefja starf bogfimideildar á Reykhólum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita Ungmennafélaginu að hámarki 250.000.- kr. fyrir geymslu
fyrir tækin. Fjármagnað af áður samþykktu fjármagni af deild 0689, lið 9191.
Jafnframt felur sveitarstjórn oddvita að vinna að samstarfssamning við Ungmennafélagið
Aftureldingu.
Ekki fleira gert.
Fundi slitið kl. 18:30.
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.