Sveitarstjórn
491. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,
þriðjudaginn 14. mars 2023, kl.16.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt eru:
Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti (ÁHH)
Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti (JÖE)
Hrefna Jónsdóttir, aðalmaður (HJ)
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS)
Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ)
auk þess situr Ingibjörg Birna Erlingsdóttir fundinn.
ÁHH ritar fundargerð og er hún 5 bls.
ÁHH býður alla velkomna á fundinn. Athugað hvort athugasemdir séu við fundarboð og
fundargögn. Engar athugasemdir. Spurt eftir öðrum málum á dagskrá, fimm mál bárust og
samþykkt að taka þau undir liðnum “önnur mál".
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
1. 490. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps, 22. febrúar.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. Fundargerð mennta- og menningarmálanefndar 1. mars
2.1. Skólaakstur - Reglur Reykhólahrepps.
Lagðar fram Reglur Reykhólahrepps um skólaakstur í grunn- og leikskóla Reykhólaskóla.
Oddvita falið að gera breytingu í samræmi við umræður á fundinum.
Sveitarstjórn samþykkir reglurnar. Samþykkt samhljóða.
2.2. Akstursáætlun Reykhólaskóla.
Akstursáætlun Reykhólaskóla fyrir skólaárið 2022-2023 kynnt. Samþykkt samhljóða.
2.3. Ósk um breytingu á skóladagatali.
Skólastjóri hefur dregið beiðni til baka um breytingu á skóladagatali.
Sveitarstjórn samþykkir því ekki bókun í fundargerð Mennta- og menningarmálanefndar.
Fundargerðin samþykkt að öðru leiti. Samþykkt samhljóða.
3. Fundargerð velferðarnefndar 15. febrúar
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt. Samþykkt samhljóða.
4. Fundargerð stjórnar Félagsþjónustu Stranda og Reykhóla 21. febrúar.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt. Samþykkt samhljóða.
5. Fundargerð stjórnar Brunamála Dala, Reykhóla og Strandabyggðar 2.mars.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt. Samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu
6. Boð um þáttöku í verkefni um aðlögun sveitarfélaga vegna áhrifa loftslagsbreytinga (C10).
Reykhólahrepp er boðin þáttaka í samstarfs- og þróunarverkefni sem snýr að aðlögun
sveitarfélaga að áhrifum loftslagsbreytinga. Viðfangsefni Reykhólahrepps í verkefninu verður
þurrkar og áhrif þeirra innan sveitarfélagsins.
Reykhólahreppur varð fyrir valinu vegna sérstöðu sveitarfélagsins m.t.t. stærðar og ekki
síður þegar kemur að áhrifum langvarandi þurrka innan sveitarfélagsins, s.s. á vatnsbirgðir
og atvinnugreinar.
Reykhólahreppur sóttist eftir að taka þátt í verkefninu og fagnar því að fá þetta tækifæri.
Verkefnið er unnið í samstarf við Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, Byggðastofnun,
Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnun.
Sveitarstjórn samþykkir að taka þátt í verkefninu. Samþykkt samhljóða.
7. Starf leiðtoga hringrásarsamfélags.
10 umsóknir bárust um starfið og 4 aðilar hafa komið í viðtöl. Vestfjarðastofa hefur verið
okkur innan handar í umsóknarferlinu. Á næstu vikum verður gengið frá ráðningu í starfið.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að ganga frá ráðningu í starfið. Samþykkt samhljóða.
JÖE víkur af fundi.
JÖE hefur verið að vinna við verkefnið og lagt til að hún fái greidd 20% stöðu verkefnastjóra í
mars. Samþykkt samhljóða.
JÖE kemur aftur inn á fund.
8. Starf sveitarstjóra.
Sveitarstjóri er í 50% veikindaleyfi í mars, hún er við störf alla jafna frá 10-14 alla virka daga.
ÁHH víkur af fundi.
Lagt til að oddviti sinni 50% afleysingu sveitarstjóra í mars og fái greidd staðgengilslaun eftir
því. Samþykkt samhljóða.
ÁHH kemur aftur inn á fund.
9. Ágangur búfjár.
Minnisblað frá sambandi Íslenskra sveitarfélaga um ágang búfjár kynnt.
Oddvita falið að kanna hvort tilefni sé til að endurskoða fjallskilasamþykkt sveitarfélagsins og
koma því þá í farveg ef svo er. Samþykkt samhljóða.
10. Ósk um niðurfellingu fasteignagjalda
Farið yfir bréf frá Gálgakletti er varðar ósk um niðurfellingu fasteignagjalda.
Samkvæmt lögum um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995 er sveitarstjórn aðeins heimilt að
veita styrki til greiðslu fasteignaskatts af fasteingum þar sem fram fer starfsemi sem ekki er
rekin í ágóðaskyni, svo sem menningar-, íþrótta-, æskulýðs- og tómstundastarfsemi og
mannúðarstörf. Heimilt er að lækka eða fella niður fasteignaskatt sem tekjulitlum elli- og
örorkulífeyrisþegum er gert að greiða.
Sveitarstjórn getur því ekki orðið við beiðninni. Samþykkt samhljóða.
11. Boðun á 68. Fjórðungsþing Vestfirðinga að vori, 12. apríl 2023.
Boðað hefur verið til 68. Fjórðungsþings Vestfirðinga að vori og Orkuþings Vestfjarða á
Ísafirði.
ÁHH, JÖE, HJ, MDS, VÞ og IBE fara öll á þingið. Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
12. Fundargerð 919. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðin kynnt fyrir sveitarstjórn.
13. Norræn ráðstefna um loftslagsbreytingar og aðlögun
Ráðstefnan kynnt, haldin 17.-18. apríl, og sveitarstjórnarfólk hvatt til að taka þátt í
ráðstefnunni.
Önnur mál (ef einhver):
14. Námskeið fyrir starfsfólk Reykhólahrepps
Lögð fram hugmynd að sameiginlegu námskeiði fyrir starfsfólk Reykhólahrepps frá Saga
Competence. Tvíþætt námskeið til að stuðla að öflugri liðsheild og hvetjandi
vinnustaðarmenningu.
Sveitarstjórn samþykkir að finna dag- og tímasetningu fyrir námskeiðin. Vísað til
forstöðumannafundar og JÖE falin skipulagning á námskeiðinu. Samþykkt samhljóða.
15. 2211016 - Velferðarþjónusta á Vestfjörðum - Tillaga starfshóps um samstarf í
velferðarþjónustu meðal sveitarfélaga á Vestfjörðum. - Seinni umræða
Sveitarstjórn samþykkir að fara í samstarf í formi leiðandi sveitarfélags um sérhæfða
velferðarþjónustu á Vestfjörðum þar sem Ísafjarðarbær mun taka að sér að vera leiðandi
sveitarfélag. Með sérhæfðri velferðarþjónustu er átt við framkvæmd og rekstur
varnaverndarþjónustu sbr. Barnaverndarlög nr. 80/2002 og þjónustu við fatlað fólk skv.
lögum um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018 og lögum um
félagsþjónustu sveitarfélaga nr. 40/1991.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að útfæra nánar fyrirliggjandi drög að samningi
um samstarf sveitarfélaganna í samráði við sveitarstjóra annarra sveitarfélaga sem einnig
hafa samþykkt umrætt samstarf. Sveitarstjóra er einnig falið að undirrita samninginn að
lokinni þeirri vinnu og leggja fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Samþykkt samhljóða.
16. Viljayfirlýsing frá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um mögulegt samstarf við ráðuneytið um aðgerðir sem
stuðla að kolefnishlutleysi Reykhólahrepps og þau kynnt.
Sveitarstjóra falið að undirrita viljayfirlýsinguna þegar hún er að fullu tilbúin.
Samþykkt samhljóða.
17. Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Til umsagnar er endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Sveitarstjórn felur sveitarstjóra og oddvita að undirbúa umsögn vegna málsins í samráði við
sveitarstjórn og senda inn áður en umsagnarfrestur rennur út. Samþykkt samhljóða.
18. Lóðarleigusamningar Vesturbraut
HJ víkur af fundi.
Vesturbraut 1 - Lagður fram lóðarleigusamningur við Jón Árna Sigurðsson.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fh.
sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
HJ kemur aftur fund.
Vesturbraut 3 - Lagður fram lóðarleigusamningur við Egil Sigurgeirsson og Tómas
Sigurgeirsson.
Sveitarstjórn samþykkir framlagðan samning og felur sveitarstjóra að undirrita hann fh.
sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
Ekki fleira gert.
Fundi slitið 18:23.
Fundargerð undirrituð.