Fara í efni

Sveitarstjórn

500. fundur 08. nóvember 2023 kl. 16:00 - 18:10 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)      
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)   
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Starfsmenn
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

500. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 8. nóvember 2023, kl. 16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

 

Mætt:      

Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)

Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)      

Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)   

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)

Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)

 

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir   

 

Fundargerð er rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.      

 

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og óskaði þeim til hamingju með 500. fund Reykhólahrepps. Þá kannaði hún hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, eitt mál barst og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Þá var gengið til dagskrár.

 

Dagskrá:

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.   499. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps. 11. október 2023.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.   Fundur í mennta- og menningarmálanefnd 1. nóvember 2023

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

  2.1.  Akstursáætlun Reykhólaskóla 2023-2024.

Sveitarstjórn samþykkir akstursáætlun Reykhólaskóla skólaárið 2023 -2024. Samþykkt samhljóða.

  2.2. Reykhólaskóli, hljóðfæri í tónlistadeild.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

  2.3.Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Reykhólaskóla, 2 umsóknir haustið 2023.

Sveitarstjórn samþykkir umsókn um námsvist í Reykhólaskóla haustið 2023, samþykkt samhljóða.

  2.4. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Ásgarði, skóla í skýjunum, 39 umsóknir skólaárið 2023 – 2024 og 1 umsókn haustið 2023.

Sveitastjórn samþykkir 39 umsóknir um námsvist í Ásgarði skóla í skýjunum skólaárið 2023 -2024 og 1 umsókn um námsvist haustið 2023. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest að öðru leiti.

3.   Fundur velferðarnefndar 27. september 2023.

HJ fór yfir fundargerðina.

  3.1. Hækkun upphæðar sérstaks húsnæðisstuðnings til foreldar og forsjáraðila 15-17 ára barna.

Sveitarstjórn samþykkir hækkun upphæðar sérstaks húsnæðisstuðnings hjá Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin staðfest að öðru leiti.

Mál til afgreiðslu

1.   2309003 - Fjárhagsáætlun 2024 – 2027, fyrri umræða.

Fjárhagsáætlun Reykhólahrepps fyrir árið 2024 lögð fram til fyrri umræðu.

 

Farið yfir drög að fjárhagsáætlun og henni vísað til siðari umræðu. Samþykkt samhljóða.

 

2.   2311001 - Fjárhagsáætlun 2023 viðauki I.

Viðauki I við fjárhagsáætlun 2023 lagður fram.

 

Sveitarstjórn fór yfir viðauka 1, sveitarstjóra falið að breyta honum miðað við umræður á fundi og leggja fram á næsta fundi. Samþykkt samhljóða.

 

3.   2311002 - Húsnæðisáætlun 2024.

Drög að húsnæðisáætlun 2024 lögð fram, sveitarstjóra falið að senda húsnæðisáætlun 2024 til yfirferðar til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Samþykkt samhljóða.

4.   2311003 - Púkinn 2024, barnamenningarhátíð á Vestfjörðum, skipun fulltrúa í stýrihóp.

Lagt er fram erindi frá menningarfulltrúa Vestfjarða dagsett 31. október 2023, þar sem óskað er þess að sveitarfélagið tilnefni fulltrúa í stýrihóp um Púkann, barnamenningarhátíð á Vestfjörðum.

Sveitarstjórn tilnefnir JÖE sem fulltrúa Reykhólahrepps í stýrihóp um Púkann barnamenningarhátíð á Vestfjörðum. Samþykkt samhljóða.

5.   2310009 - Innkaupastefna og innkaupareglur Reykhólahrepps, síðari umræða.

Lagðar eru fram til síðari umræðu, innkaupastefna og innkaupareglur Reykhólahrepps.

Sveitarstjórn samþykkir innkaupastefnu og innkaupareglur. Samþykkt samhljóða.

6.   2311004 - Styrkbeiðni, Aflið, samtök fyrir þolendur ofbeldis, kr. 100 þúsund 2024.

Sveitarstjórn vísar erindinu til Félagsþjónustu Stranda og Reykhólahrepps. Samþykkt samhljóða.

7.   2311005 - Styrkbeiðni, Félag eldri borgara í Dalabyggð og Reykhólahreppi kr. 300 þúsund 2023.

Sveitarstjórn samþykkir beiðnina, samþykkt samhljóða.

8.   2204014 - Formlegar samningaviðræður á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga, fyrri umræða.

Erindi lagt fram á fundi að beiðni innviðaráðuneytis, málinu vísað til síðari umræðu. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

9.   2309006 - 68. Fjórðungsþing haustið 2023, þinggerð og ályktanir.

Lagt fram til kynningar.

 

10.   2302011 - 935. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Lagt fram til kynningar.

Önnur mál:

11.   2311006 - Forkaupsréttur á Kötlulandi 2.

Lagt er fram erindi frá Emblu Dögg B. Jóhannsdóttur og Styrmi Gíslasyni vegna sölu á Kötlulandi lóð 2, fyrirspurn um nýtingu forkaupsréttar sveitarfélagsins.

Reykhólahreppur mun ekki nýta forkaupsrétt sinn vegna sölu á Kötlulandi lóð 2, fastanr. 212-2540 og lóðarnr. 220-776, að þessu sinni. Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið kl. 18.10

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.