Sveitarstjórn
501 fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,
miðvikudaginn 13. desember 2023, kl. 16.00.
Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.
Mætt:
Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH) boðaði forföll
Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ) boðaði forföll
Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS) boðaði forföll
Vilberg Þráinsson aðalmaður (VÞ)
Rebekka Eiríksdóttir 1. varamaður (RE) í forföllum Árnýjar
Ingibjörg Birna Erlingsdóttir 3. varamaður (IBE) í forföllum Hrefnu
Starfsmenn undir lið 11 á dagskránni
Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar (HG)
Kjartan Ragnarsson verkefnastjóri Hringrásarsamfélagsins (KR)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir
Fundargerð er rituð á tölvu og er 7 blaðsíður.
Varaoddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, þrjú mál bárust og var samþykkt að taka það til afgreiðslu undir liðnum önnur mál. Varaoddviti leitaði afbrigða til að taka mál 11 og 12 fyrst á dagskrá og mál 5 á undan máli 3 á málum til afgreiðslu, var það samþykkt, þá var gengið til dagskrár.
Dagskrá:
Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.
1. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 8. nóvember 2023.
Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.
2. Fundur í mennta- og menningarmálanefnd 7. desember 2023
Varaformaður fór yfir fundargerðina.
2. 1. Verklagsreglur Hólabæjar leikskóladeildar 2024.
Sveitarstjórn samþykkir verklagsreglur Hólabæjar með áorðnum breytingum vegna fjárhagsáætlunar. Samþykkt samhljóða.
2. 2. Viðmiðunarreglur vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags.
Sveitarstjórn samþykkir viðmiðunarreglur vegna grunnskólanáms utan lögheimilissveitarfélags. Samþykkt samhljóða.
2. 3. Umsókn um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Ásgarði, skóla í skýjunum, 2 umsóknir skólaárið 2024.
Bókun nefndarinnar samþykkt samhljóða.
2. 4. Starfsáætlun Hólabæjar leikskóladeildar 2023-2024.
Bókun nefndarinnar samþykkt samhljóða.
3. Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnanefnd 11. desember 2023.
3. 1. 2312006 - Hafnaslóð 221198, umsókn um byggingaleyfi, viðbygging.
Bókun nefndarinnar samþykkt samhljóða.
3. 2. 2312007 - Grænigarður 139761, umsókn um byggingaleyfi, geymsluskúr.
Bókun nefndarinnar samþykkt samhljóða.
3. 3. 2312008 - Mjólká stækkun virkjunar, tillaga að aðalskipulagsbreytingu.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar virkjunar við Mjólká. Samþykkt samhljóða.
3. 4. 2312009 - Mjólká, breyting á deiliskipulagi, lýsing.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemd við aðalskipulagsbreytingu á lýsingu vegna breytingar á deiliskipulagi við Mjólká. Samþykkt samhljóða.
Mál til afgreiðslu
1. 2309003 - Fjárhagsáætlun 2024 – 2027, síðari umræða.
Sveitarstjóri lagði fjárhagsáætlun 2024 – 2027 fyrir á fundinum ásamt greinargerð, auk álagningu gjalda og uppfærðar gjaldskrár fyrir árið 2024.
Útsvar:
Álagningarprósenta útsvars á tekjur ársins 2024 er 14,74%
Fasteignaskattur:
Fasteignaskattur A 0,55%
Fasteignaskattur B 1,32%
Fasteignaskattur C 1,65%
Fráveitugjald 0,25%
Vatnsgjald 0,50%
Lóðarleiga 4% (af nýjum lóðum)
Sorpeyðingargjald skv. gjaldskrá er innheimt jafnframt fasteignagjöldum og lóðarleigu.
Gjalddagar fasteignagjalda eru fimm:
- febrúar 2024
- apríl 2024
- júní 2024
- ágúst 2024
- október 2024
Eindagi er 30 dögum eftir gjalddaga.
Sé álagningin 15.000 kr. eða minni er einn gjalddagi, 10. apríl 2024.
Sé álagningin 15.001 til 25.000 kr. eru tveir gjalddagar, 10. febrúar og 10. apríl 2024.
Annars eru gjalddagarnir fimm.
Afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega:
Elli- og örorkulífeyrisþegar með lögheimili og búsetu í Reykhólahreppi njóta 100% afsláttar af fasteignaskatti ef árstekjur fara ekki yfir kr. 5.210.000 hjá einstaklingi og kr. 7.380.000 hjá hjónum. Afsláttur er aðeins veittur af einni íbúð hvers gjaldanda g þarf hann að hafa lögheimili í íbúðinni. Ekki þarf að sækja sérstaklega um afsláttinn.
Gjaldskrár:
Lagðar eru fram gjaldskrár vegna ársins 2024, uppfærðar miðað við vísitölur.
Sveitarstjórn samþykkir álagningaforsendur fyrir árið 2024. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir að tekið verið gjald í leikskóladeild fyrir tíma umfram 6 gæðatíma þar sem kennsla fer fram sem verða enn gjaldfrjálsir, sveitarstjórn felur skólastjóra og deildarstjóra að skilgreina hvernær sá gæðatími er.
Sveitarstjórn samþykkir hækkun leigu á nýja leigusamninga umfram vísitöluhækkun í 1.500kr.-/m2 fyrir húsnæði leigu án hita og rafmagns. Og 1.700.- kr./m2 á leigu með hita og rafmagni. Samþykkt samhljóða.
Sveitarstjórn samþykkir 25% hækkun á sorpgjaldi á allar tegundir fasteigna, auk þess sem sumarhús greiða gjald sem nemur 50% af gjaldi lögheimilis.
Gjaldskrár samþykktar að öðru leiti.
Fjárhagsáætlun 2024 gerir ráð fyrir jákvæðri rekstrarniðurstöðu árið 2024 um 25 millj. kr. þrátt fyrir 70 millj. kr. lækkun tekna í áætlun framlags frá Jöfnunarsjóði.
Framkvæmdaráætlun gerir ráð fyrir byggingu fjögurra smáíbúða 80 millj. kr, innréttingar á rými á annarri hæð Barmahlíðar 33 millj. Bygging nýs miðlunartanks við vatnsveitu 18 millj. Áframhaldandi framkvæmdir á Reykhólahöfn 10 millj. Alls 141 millj. sem fjármagnað verður af eigin fé sveitarfélagsins.
2. 2311001 - Fjárhagsáætlun 2023 viðauki 1, 2 og 3.
Lagðir eru fram viðaukar við fjárhagsáætlun fyrir árið 2023. Viðaukinn gerir ráð fyrir 65 millj. kr. aukningu tekna árið 2023 sem skilgreinist þannig að tekjur aukast um 90 millj. og gjöld aukast um 12 millj. og laun um 12 millj.
Tekjur;
Í viðauka er sett inn hækkun útsvars á árinu 24 millj., hækkun Jöfnunarsjóðs framlaga um 42 millj. Leiðrétt er framlag til FSR vegna málefni fatlaðra, lækkun um 6 millj. Hækkun tekna vegna Reykhólaskóla 1 millj. Hækkun tekna vegna Ásgarðs 10 millj. Vaxtatekjur hækkun 7 millj.
Gjöld;
Laun mötuneytis leiðrétt 7,6 millj. Laun skrifstofu v. afleysingar 4,4 millj. Hækkun gjalda vegna mötuneytis 2 millj. Leiðrétt vegna slökkvistöðvar í Flatey gjöld 2,5 millj. Viðhald gatna og stíga 1,8 millj. Hækkun gjalda vegna jólagjafa 0,3 millj. Hækkun vaxta og verðbóta af langtímalánum 4 millj. Dreifikerfi vatns Reykhólum endurnýjun brunahana 1,7 millj. og 0,3 millj. vegna uppgjörs BsVest.
Fært á milli liða:
Flutt ónotað viðhaldsfé af Reykhólaskóla 5,5 millj. á sundlaug 1 millj. á Maríutröð 5a 0,5 millj. og á Jenshús 4 millj.
Sveitarstjórn samþykkir viðauka 1, 2 og 3. Samþykkt samhljóða.
3. 2312017 - Kjör fulltrúa í skipulags-, húsnæðis- og hafnanefnd og svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða
Arnþór Sigurðsson 1. varafulltrúi hefur flutt lögheimili úr sveitarfélaginu og þ.a.l. misst kjörgengi sitt. Arnþór sat í ofangreindum nefndum.
Sveitarstjórn kýs Véstein Tryggvason í skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd og Vilberg Þráinsson í svæðisskipulagsnefnd Vestfjarða. Samþykkt samhljóða.
4. 2311002 - Húsnæðisáætlun 2024.
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur yfirfarið húsnæðisáætlun Reykhólahrepps og er hún lögð fram til samþykktar.
Sveitarstjórn samþykkir húsnæðisáætlun Reykhólahrepps 2023 og felur sveitarstjóra að birta hana á vef sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.
5. 2312011 - Byggðasamlags Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks, lokauppgjör 2020 -2022.
Lögð eru fram erindi frá Byggðasamlaginu dagsett 23. nóvember og 7. desember 2023 er varða lokauppgjör samlagsins fyrir árin 2020 - 2022. Í uppgjöri er gert ráð fyrir framlagi frá Reykhólahreppi rúml. 300 þús.
Sveitarstjórn samþykkir að greiða kr. 300 þús vegna uppgjörs á Byggðasamlagi Vestfjarða um málefni fatlaðs fólks. Samþykkt samhljóða.
6. 2312012 - Vestfjarðarstofa, Fjórðungssamband Vestfirðinga, minnisblað vegna fjárhagsáætlunar 2024 – 2027 og hlutdeild sveitarfélagsins í kostnaði vegna gerðar svæðisskipulags fyrir Vestfirði.
Sveitarstjórn samþykkir hlutdeild að upphæð 700 þús. sem skiptist á 3 ár. Samþykkt samhljóða.
7. 2312014 - Landmótun, deiliskipulag um athafnasvæði við Suðurbraut.
Lagt er fram kostnaðarmat Landmótunar á deiliskipulagi fyrir athafnasvæði við Suðurbraut dagsett 28. nóvember 2023 sem hljóðar upp á kostnað allt að 1,5 millj. á árinu 2024.
Sveitarstjórn samþykkir að gera samning við Landmótun um vinnu við deiliskipulagið samhliða vinnu við deiliskipulag um hafnar- og iðnaðarsvæði í Karlsey. Samþykkt samhljóða.
8. 2312015 - Styrkbeiðni, Kvennaathvarf kr. 200 þús. árið 2024.
Erindi frá Samtökum um Kvennaathvarf dagsett 4. desember 2023.
Sveitarstjórn hafnar beiðninni. Samþykkt samhljóða.
9. 2204014 - Formlegar samningaviðræður á grundvelli 119. gr. sveitarstjórnarlaga, síðari umræða.
Sveitarstjórn Reykhólahrepps telur forsendur til þess að ganga til formlegra sameiningaviðræðna við önnur sveitarfélög ekki sterkar, vegna verkefnastöðu sveitarfélagsins og vinnu við hringrásarsamfélagið. Samþykkt samhljóða.
10. 2312018 - Skýrslur verkefnisstjóra.
a) Verkefnastjóri hringrásarsamfélagsins.
Verkefnastjóri KR fór yfir verkefnin sem unnið hefur verið að varðandi hringrásarsamfélagið, fund um framtíðarsýn sveitarstjórnar um nýtingu jarðhita með Orkubúi Vestfjarða og Þörungaverksmiðjunni og vinnu Yorthgroup.
b) Verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar.
Verkefnastjóri HG fór yfir þau verkefni sem unnið er að m.a greiningu á nýtingu húsnæði á Reykhólum og aldurssamsetningu í sveitarfélaginu, auk stöðu verkefnis um lagningu ljósleiðara í þorpið á Reykhólum.
11. 2312019- Erindi til Orkubús Vestfjarða og Þörungaverksmiðjunnar.
Lögð eru fram drög að erindum til stjórnar Orkubús Vestfjarða og stjórnar Þörungaverksmiðjunnar vegna hitaveitu á Reykhólum unnin af verkefnisstjóra hringrásarsamfélagsins, þar sem þess er formlega farið á leit við stjórnir fyrirtækjanna að þær taki „Framtíðarsýn sveitarstjórnar Reykhólahrepps um nýtingu jarðhita á Reykhólum“ sem samþykkt var 19. september 2023 til efnislegrar umfjöllunar.
Sveitarstjórn fór yfir drögin og samþykkir að gera þau að sínum. Sveitarstjóra falið að koma erindunum á framfæri við stjórnir beggja fyrirtækjanna. Samþykkt samhljóða.
Mál til kynningar
12. 23012016 - Jafnréttisstofa, ábending til sveitarfélaga.
Lagt fram og kynnt.
13. 2302011 - 937 - 938. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Fundargerðir lagðar fram og kynntar.
Önnur mál:
14. 2312020 - Styrktar- og samstarfssamningur við Ungmennafélagið Aftureldingu 2023 – 2025.
Lagður er fram styrktarsamningur sem gerir ráð fyrir rekstrarframlagi til Aftureldingar kr. 1 millj. á ári árin 2023 – 2025.
Sveitarstjórn samþykkir samninginn samhljóða og felur sveitarstjóra að undirrita hann.
15. Starfsuppsögn matráðs í mötuneyti Reykhólahrepps, dagsett 31. október 2023.
Lagt er fram erindi þar sem Árný Huld Haraldsdóttir segir upp starfi sínu sem matráður við mötuneyti Reykhólahrepps.
Sveitarstjórn þakkar Árnýju góð störf í þágu sveitarfélagsins. Sveitarstjórn felur sveitarstjóra að auglýsa starfið laust til umsóknar frá og með 1. febrúar 2024.
Farið yfir fundargerð og fundi slitið kl. 20.30
Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.