Fara í efni

Sveitarstjórn

507. fundur 08. maí 2024 kl. 16:00 - 22:43 Sjórnsýsluhúsið Maríutröð 5
Nefndarmenn
  • Árný Huld Haraldsdóttir oddviti (ÁHH)
  • Jóhanna Ösp Einarsdóttir varaoddviti (JÖE)
  • Hrefna Jónsdóttir aðalmaður (HJ)
  • Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir aðalmaður (MDS)
  • Ingibjörg Birna Erlingsdóttir 2. varamaður. (IBE)
Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri

507. fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps,

miðvikudaginn 8. maí 2024, kl.16.00.

Fundarstaður: Stjórnsýsluhúsið Maríutröð 5a, Reykhólum.

Dagskrá:

Mætt:

Árný Huld Haraldsdóttir, oddviti (ÁHH),

Jóhanna Ösp Einarsdóttir, varaoddviti (JÖE),    

Hrefna Jónsdóttir, aðalmaður (HJ),

Margrét Dögg Sigurbjörnsdóttir, aðalmaður (MDS),

Vilberg Þráinsson, aðalmaður (VÞ), boðaði forföll,

Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, 2. varamaður. (IBE),

 

Fundargerð ritaði: Ingibjörg Birna Erlingsdóttir.

Fundargerð er rituð á tölvu og er 4 blaðsíður.

 

Oddviti setti fundinn, bauð fólk velkomið og kannaði hvort athugasemdir væru gerðar við fundarboðun og fundargögn. Engar athugasemdir komu fram. Þá spurði oddviti eftir öðrum málum á dagskrá, 4 mál bárust og var samþykkt að taka þau til afgreiðslu undir liðnum önnur mál, þá var gengið til dagskrár.

Fundargerðir nefnda sveitarfélagsins.

1.  fundur sveitarstjórnar Reykhólahrepps 16. apríl 2024.

Farið yfir fundargerðina og hún samþykkt samhljóða.

2.  Mennta- og menningarmálanefnd 5. febrúar 2024.

Formaður fór yfir fundargerðin.

  2.1.  Skólanámskrá Reykhólaskóla 2023-2024.

Skólanámskrá Reykhólaskóla 2023 – 2024 samþykkt samhljóða.

  2.2.  Deildarstjóri Reykhólaskóla.

Lögð er fram tillaga skólastjóra Reykhólaskóla um breytt starf deildarstjóra í Reykhólaskóla, grunn- og leikskóla.

Sveitarstjórn samþykkir að bætt verði við stöðu deildarstjóra grunnskóla en telur farsælla að auglýst verði eftir bæði deildarstjóra grunnskóladeildar og deildarstjóra leikskóladeildar. Hlutfall stjórnunar og starfslýsingar fyrir bæði störf verði endurskoðaðar í samráði við skólaskrifstofu og taki mið af þessum breytingum. Ný störf verði auglýst. Samþykkt samhljóða.

  2.3.  Sumarnámskeið og sumarstörf 2024.

Farið yfir tillögur tómstundafulltrúa.

Sveitarstjórn samþykkir gjaldskrá vegna sumarnámskeiða kr. 2000,- dagurinn.

Varðandi vinnutíma barna og ungmenna samþykkir sveitarstjórn bókun nefndarinnar og felur sveitarstjóra að útbúa fyrstu drög.

Sveitarstjórn felur umsjónamanni uppbyggingar og framkvæmda að leita leiða vegna varanlegs húsnæðis fyrir félagsmiðstöðina.

Samþykkt samhljóða.

  2.4.  Bréf til sveitarfélaga, hljóðvist í skólum.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

  2.5.  Áframhaldandi skólaþróunarleyfi, Ásgarður skóli í skýjunum.

Sveitarstjórn fagnar áframhaldandi skólaþróunarleyfi til Ásgarðs skóla í skýjunum. Oddvita og sveitarstjóra falið að vinna endurnýjaðan þjónustusamning í samráði við Ásgarð. Samþykkt samhljóða.

  2.6.  Umsókn um nám utan lögheimilissveitarfélags í leikskóladeild.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

 

3.   Fundur í skipulags- húsnæðis- og hafnarnefnd 7. maí 2024.

Formaður nefndarinnar fór yfir fundargerðina.

  3.1.  2404003 - Hellisbraut 66 – 68, bygging raðhúss, breyting á deiliskipulagi.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

  3.2.  2405000 – Hellisbraut 70-76, umsókn um byggingaleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

  3.3.  2405001 – Þörungaverksmiðjan 212-2533 – stöðuleyfi.

Sveitarstjórn samþykkir bókun nefndarinnar, en ítrekar að vinnubúðirnar skulu vera farnar af lóðinni í síðasta lagi 15. október 2024.

  3.4.  2306001 – Orkubú, rafstöð að Tröllenda, færsla gáms.

Sveitastjórn samþykkir bókun nefndarinnar. Samþykkt samhljóða.

Fundargerðin samþykkt að öðru leiti.

Mál til afgreiðslu

1.   2403004 - Uppbygging kúatjarnar, ákvörðun um styrkveitingu.

Lagt er fram bréf frá Ferðamálastofu dagsett 2. maí 2024, þar sem tilkynnt er ákvörðun stofnunarinnar að styrk vegna uppbyggingu Kúatjarnar kr. 52.240.050,-

Sveitarstjórn þakkar veittan styrk og felur sveitarstjóra að auglýsa útboð að lokinni grenndarkynningu. Samþykkt samhljóða.

2.   2405005 - Fasteignagjöld Nesheima Króksfjarðarnesi.

Lagt er fram erindi frá Hafliða V. Ólafssyni og Ingibjörgu Kristjánsdóttur dagsett 17. apríl 2024. Varðandi álögð sorpgjöld á fasteignir þeirra í Króksfjarðarnesi, samliggjandi verslun F 212- 2372 og banka F 222-7911.

Sveitarstjóra falið að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum. Samþykkt samhljóða.

3.   2405007 - Boð á 69. Fjórðungsþing að sumri, tilnefning í kjörnefnd.

Sveitarstjórn tilnefnir ÁHH í kjörnefnd. ÁHH, JÖE, HJ, MDS og VÞ mæta á þingið ásamt sveitarstjóra. Samþykkt samhljóða.

Mál til kynningar

4.   2403003 - Hafnasamband Íslands, ársreikningur 2023.

Lagt fram.

5.   2405006 - Landskerfi bókasafna hf. ársreikningur 2023, og samþykkir félagsins.

Lagt fram.

6.   2404008 - 60. Fundur stjórnar Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Fundargerð lögð fram.

Önnur mál (Ef einhver):

7.   2404006 - Skýrsla verkefnisstjóra framkvæmda og uppbyggingar.

Verkefnastjóri fór yfir helstu mál í vinnslu.

 

8.   2405008 - Ársfundur Vestfjarðastofu 29. maí 2024.

JÖE mætir á ársfund fyrir hönd sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.

9.   2405009 - Aukið starfshlutfall við hjúkrun.

Rætt var um starf hjúkrunarfræðings HVE á Reykhólum og samþætting þess starfs við Barmahlíð. Sveitarstjórn vísar málefninu til umræðu í Barmahlíðarnefnd. Samþykkt samhljóða.

10.   2405010 - Fyrirkomulag mötuneytis Barmahlíðar í sumar.

Vegna útlits um verulega manneklu í mötuneyti Barmahlíðar í sumar er lögð fram tillaga að hjúkrunarforstjóri taki tímabundið við umsýslu og mannaráðningum í mötuneyti Reykhólahrepps í Barmahlíð á meðan sumarlokun leikskólans stendur yfir.

Sveitarstjóra falið að ræða tillöguna við hjúkrunarforstjóra. Samþykkt samhljóða.

Farið yfir fundargerð og fundi slitið kl. 18.43

Fundargerð undirrituð með rafrænum hætti.